Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 35
Gullbrúfikaup
guðbjörg: Æi, ég trúi nú ekki öðru en þetta fari að styttast hjá mér.
ólafur: Já, einmitt ... drjúgur verður síðasti áfanginn, sagði skáldið, hehe
... Mig hérna hér langaði að kvabba á ykkur með lítilræði ... við höfum
stundum hitzt hérna í stiganum, hehe ...
GUÐBjÖRG: Hvað vill maðurinn, Ananías? Þú gazt nú verið búinn að sópa.
Hugsar um ekkert nema þessa skák. Hvað vill hann?
ANANÍas: Viltu ekki lofa honum að stynja upp erindinu?
guðbjörg: Og ég öll kámug eftir þessa mixtúru ... það fór allt niðrá mig
... lak niðrá brjóst mér ... og allt í óreiðu ... og svo á ég eftir að fá
seinni skeiðina, Ananías ...
ananÍas : Það ætti nú ekki að koma að sök ...
GUÐbjörg: Á tveggja tíma fresti, sagði læknirinn.
ólafur : Eg er að gera ónæði ... afsakið ... hehe.
ananías : 0, aldeilis hreint ekki.
ólafur: Mig langaði bara ... ég var nefnilega búinn að bjóða stúlkunni
minni út í kvöld ...
guðbjörg: Hvað er maðurinn að segja, Ananías?
ANANÍAS: Hann er búinn að bjóða stúlkunni sinni út í kvöld!
guðbjörg: Og hvað, Ananías? Hvað?
ólafur: Við vinnum saman á skrifstofunni, skilurðu ... hún er sko sima-
dama ... og ég er í innheimtunni og ég ... ég var semsagt búinn að bjóða
henni út.
guðbjörg: Hvað er hann að segja, Ananías?
Ananías: Hann er í innheimtunni!
ólafur: Við ætlum á bíó ... E1 Cid ... og kannski svona eitthvað á eftir ...
það er náttúrlega undir ýmsu komiö ... og skilurðu ... það er eitthvað
ólag á ofninum uppi í herberginu mínu og mér datt í hug, sko skiluröu,
hehe, án þess að vera uppáþrengjandi ... hvort þið gætuð hjálpaÖ mér um
heitt vatn svo ég gæti sko rakað mig . .. ég gat ekki rakað mig í morgun
áður en ég fór í vinnuna ...
guðbjörg: Hvað vill hann, Ananías? Ég heyri ekki neitt!
ANANÍAS: Heitt vatn! Hann er að fara á bíó!
guðbjörg: Og hér er allt í óreiðu ... afhvurju segirðu honum það ekki,
manninum, Ananías!
ólafur : Ég er héma með ketil undir vatnið ...
ANANÍAS: Það ættu að vera ráð með það ... lof mér sjá ...
16 TMM
241