Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 37
Gullbráðkaup
ólafur: Jahá, þama er svarta peðið nærri því upp í borðið hjá hvítum ...
Hver skyldi eiga leik?
guðbjörg: Ha?
ÓLAFUR: Mér var bara að detta í hug . . . ef hvítur á leik, þá er hægt að
að bjarga þessu ... sko: færa hrókinn hingað upp, sona!
guðbjörg: Hvað þá? Færa hvað?
ólafur: Færa hrókinn! Sona!
ANANÍAS (kemur): Jæja, vatnið er að hitna ... það ætti ekki að taka langa
stund ... þó vélin sé orðinn þessi garmur.
ólafur: Já, takktakk, takktakk ... það er verst hvað þú hefur fyrir þessu...
ananías: Minstu ekki á það ... það er ekki svo mikið sem maður hefur fyrir
stafni nú-orðið ... ekki nú-orðið ...
ólafur: Nei, hehe, ég tók mér bessaleyfi að kíkja hérna aðeins á skákina ...
ég hélt sko þið hjónin væruð að tefla ykkur til afþreyingar ...
guðbjörg: Það er hann Ananías. Hann teflir!
ólafur: Já, þú hefur náttúrlega verið að leysa skákþraut úr blaði. Þær geta
verið nógu skemmtilegar hehe ... það vill svo til að ég hef dálítinn áhuga
á skák ... við teflum stundum á skrifstofunni, í starfsmannafélaginu, skil-
urðu ...
ananías: Ég hef aldrei verið sterkur í skák ... o-seiseinei ... maður lærði
þetta mannganginn strákur heima í sveitinni. Ég smíðaði einu sinni mann-
tafl á yngri árum — úr rauðviði.
ólafur: Jahá, einmitt. Ég get ekki sagt ég kunni öllu meira en mannganginn.
Það er rétt svo ég hangi í að máta aðstoðargjaldkerann hjá okkur. Hann
er með skarð í vör. Heitir Pétur.
guðbjörg: Ananías! ... Á ég ekki að fá aftur í skeiðina! Þetta fór allt niður.
Ananías!
ananías : Við gerðum það dálítið í minni sveil að tefla. Það var ungmenna-
félagið ... héraðslæknirinn var afbragðsskákmeistari ... kenndi okkur
strákunum.
ólafur: Jahá, ég skil... unginennafélagið hehe! Ég var einmitt að spekúlera
í hvor ætti leik þarna í þcssari skákþraut . .. sko, ef hvítur á leik, þá getur
hann leikið hróknum ...
anani'as : Þetta er ekki skákþraut.
ólafur: Nú?
ananías: Nei.
243