Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 38
Timarit Máls og menningar
ÓLAFUR: A-ha. Ég skil! Þú ert að tefla upp úr tímariti! Eða tefla við sjálfan
þig? Hah! Svona þér til afþreyingar!
ANANÍAs: Nei. Þetta er alvarleg skák.
guðbjörg: Ananías! Ég átti alltaf eftir seinni skeiðina! Ananías! Og töflurn-
ar! Ananías!
ananías: Ég er að tefla við kunningja minn ...
ólafur: Æ, auðvitað! Og hann hefur þurft að bregða sér frá. Þá hef ég eng-
an rétt til að blanda mér í málið. Fyrirgefðu, fyrirgcfðu, hehe!
guðbjörg: Ananías!
,'NANÍAS: Ég er að tefla við kunningja minn í Kanada.
ólafur: í Kanada? ... A-hah! Bréfaskák! Jahá! Bréfaskák!
ananías: Stendur heima. Það er Vesturíslendingur ... fluttist vestur upp úr
aldamótunum ... uppeldisbróðir minn ... við byrjuðum á þessu í rælni
... höfðum teflt mikið strákar ... og héldum svo áfram bréflega.
ólafur: Jahá. Þetta verð ég að segja þeim á skrifstofunni! Það veit ég deild-
arstjóranum finnst þetta aldeilis stórmerkilegt! ... Hvað eru komnar marg-
ar skákir?
anani'as: Þetta er sú þriðja.
ólafur: Sú þriðja frá aldamótum!
ANANÍAs: Já, á þessari byrjuðum við alþingishátíðarárið ef mig misminnir
ekki ... það var fremur róleg byrjun hjá okkur ... við vorum að skipta
upp peðunum þetta fram eftir kreppuárunum ... hann hafði byrjað með
hvítt á drottningarbragði ... já, það gerðist lítið næstu árin nema hann
hafði af mér riddara ... það voru stopular skipaferðir í þá daga og ég
hverja stund að dytta að húskofanum ... við áttum húsnefnu í þann tíð
... svo var það í stríðsbyrjun að ég náði af honum biskup ... og þá fer
hann að herja á kóngsvænginn hjá mér og það var um það bil sem fór að
halla undan fæti fyrir Þjóðverjum sem ég rokkera ...
guðbjörg: Ananías! Mixtúran mín!
ananías: Svo fóru þeir nú að senda póstinn með flugvélum eftir stríð og þá
fór nú allt að ganga fljótar ... það voru nú meiri framfarirnar á öllum
sviðum upp úr stríðinu ... það hefði orðið upplit á gömlu körlunum ef
þeir sæu trillurnar nú til dags með dýptarmæla og talstöðvar og allt þetta
nýja dót, þá þótti nú gott að hafa glóðarhausmaskínu og þurfa ekki að
róa ...
guðbjörg: Ananías!
ananías: Jæja ... svo legg cg svolitla gildru fyrir hann og gef honum kost
244