Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 39
G ullbrúSkaup á að hirða hrókinn, þennan sko, en hann sá við mér blessaður og setti bara riddarann á drottninguna mína, veskú! GUÐBJÖRG: Ananías! Ætlarðu láta mig drepast? ananías: Ég er að koma, manneskja! Hvað er þetta? Ég er að tala við mann- inn. ólafur: Já, nú skil ég! Þá hefurðu þurft að færa hrókinn fyrir kónginn svo drottningin varð berskjölduð! ananías: Nei, neinei, það var seinna ... það var löngu eftir vinstri stjórnin komst hér á ... þá neyddist ég til að færa hrókinn, annars hefði ég orðið mát í fjórum leikjum. ólafur: Já, nú fer ég að skilja. Já, auðvitað! Ég sé það núna! Svarta bisk- upinn hingað! Hrókinn aftur um tvo reiti! Skáka með peðinu! Hvítur verð- ur að drepa með riddaranum! Svarti biskupinn drepur riddarann! Hvítur drepur riddarann! Þá hefur hann unnið peð og hótar máti og hvítur getur reynt að þráskáka upp á jafntefli eða reynt að koma sér upp drottningu, nei! það gengur ekki! of seint! auk þess er biskupinn þarna og valdar reit- inn og þá er hrókurinn í hættu þarna upp í horninu og opin lína að kóng- inum og allt í voða! En svo væri hægt að fórna þessu peði og tefla svo fram riddaranum, setja á hrókinn um leið og hann skákar, svona sko! nei, hver skrattinn! biskupinn! En bíddu við! Drottningin! Drottningin maður! guðbjörg (inní rœðu Ólafs): Ananías! ... Ég er hreint að drepast úr taki! ... Á ég ekki að fá mixtúruna! ... Ætlarðu láta mig drepast? Ananías! ólafur : Það væri gaman að sjá hvað hann gerði ef þú lékir drottningunni. ananÍas: Ég á hjá honum bréf. Hann á leik. ólafur: Æ,hvernig læt ég ... það verður spennandi að sjá hvað hann leikur. ananías (ejtir slundarþögn): Það er á þriðja ár síðan ég heyrði frá honum síðast. ólafur: Á þriðja ár? ANANÍas: Ég var vanur að fá bréf einu sinni í mánuði ... svo hættu þau að koma ... ég hef ekkert frá honum heyrt ... þau koma ekki lengur, ... bréfin. ólafur : Þar fór í verra ... ananías: Síðast færði hann riddarann og setti á biskupinn hjá mér og síðan ... siðan hef ég ekkert frá honum heyrt ... ekki orð. guðbjörg: Hvað heldurðu læknirinn segi, Ananías! Ég ætti að klaga þig fyrir lækninum! 245
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.