Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 39
G ullbrúSkaup
á að hirða hrókinn, þennan sko, en hann sá við mér blessaður og setti bara
riddarann á drottninguna mína, veskú!
GUÐBJÖRG: Ananías! Ætlarðu láta mig drepast?
ananías: Ég er að koma, manneskja! Hvað er þetta? Ég er að tala við mann-
inn.
ólafur: Já, nú skil ég! Þá hefurðu þurft að færa hrókinn fyrir kónginn svo
drottningin varð berskjölduð!
ananías: Nei, neinei, það var seinna ... það var löngu eftir vinstri stjórnin
komst hér á ... þá neyddist ég til að færa hrókinn, annars hefði ég orðið
mát í fjórum leikjum.
ólafur: Já, nú fer ég að skilja. Já, auðvitað! Ég sé það núna! Svarta bisk-
upinn hingað! Hrókinn aftur um tvo reiti! Skáka með peðinu! Hvítur verð-
ur að drepa með riddaranum! Svarti biskupinn drepur riddarann! Hvítur
drepur riddarann! Þá hefur hann unnið peð og hótar máti og hvítur getur
reynt að þráskáka upp á jafntefli eða reynt að koma sér upp drottningu,
nei! það gengur ekki! of seint! auk þess er biskupinn þarna og valdar reit-
inn og þá er hrókurinn í hættu þarna upp í horninu og opin lína að kóng-
inum og allt í voða! En svo væri hægt að fórna þessu peði og tefla svo
fram riddaranum, setja á hrókinn um leið og hann skákar, svona sko! nei,
hver skrattinn! biskupinn! En bíddu við! Drottningin! Drottningin maður!
guðbjörg (inní rœðu Ólafs): Ananías! ... Ég er hreint að drepast úr taki!
... Á ég ekki að fá mixtúruna! ... Ætlarðu láta mig drepast? Ananías!
ólafur : Það væri gaman að sjá hvað hann gerði ef þú lékir drottningunni.
ananÍas: Ég á hjá honum bréf. Hann á leik.
ólafur: Æ,hvernig læt ég ... það verður spennandi að sjá hvað hann leikur.
ananías (ejtir slundarþögn): Það er á þriðja ár síðan ég heyrði frá honum
síðast.
ólafur: Á þriðja ár?
ANANÍas: Ég var vanur að fá bréf einu sinni í mánuði ... svo hættu þau að
koma ... ég hef ekkert frá honum heyrt ... þau koma ekki lengur, ...
bréfin.
ólafur : Þar fór í verra ...
ananías: Síðast færði hann riddarann og setti á biskupinn hjá mér og síðan
... siðan hef ég ekkert frá honum heyrt ... ekki orð.
guðbjörg: Hvað heldurðu læknirinn segi, Ananías! Ég ætti að klaga þig
fyrir lækninum!
245