Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 40
Tímarit Múls og menningar
ANANÍAS: Nú er ég aÖ koma! ... Eg hef skrifað honum tvisvar ... eða þrisvar
... og fæ ekkert svar ...
ólafur: Ja ... kannski. hm, kannski hann sé lasinn .. eða ... já. Eflaust
er hann lasinn.
ananías: Já, hann var orðinn eitthvað veill fyrir hjartanu, skrifaði hann mér
... svo hélt ég það hefði lagast. Hann minntist ekki á það meira.
guðbjörg: Ananías!
ananÍas: Mér hefur stundum verið að detta í hug ... ef ég þekkti einhvern
sem skrifaði ensku ... ja ... þá væri kannski hægt að spurjast fyrir ...
skrifa einhverjum kannski ...
ólafur: Já, auðvitað væri það hægt.
ananías: Annars var hann orðinn gamall maður ... Hann var fimm árum
eldri en ég .. . þau tóku hann í fóstur, pabbi og mamma, það var skylt
okkur ...
ólafur: Já, það væri reynandi að skrifa, spyrjast fyrir.
ANANÍAs: Já, hann var orðinn gamall maður. Og hjartaveill ... hjartað ...
ólafur: Hjartað já. Einmitt. Jahá. Hehe! Fyrirgefðu, en nú heyrist mér
vatnið farið að sjóða.
guðbjörg: Nú er ég að fá tak í hægri siðuna líka ... ég finn það er að
byrj a ...
ananías: Ef ég bara þekkti einhvern ...
guðbjöRg: Ananías!
ólafur : Hm! Ég sæki bara sjálfur vatnið í eldhúsið ... gamla konan er að
kalla, heyrist mér.
(Fer fram í eldhús).
GUÐBJÖRG: Uhúú ... mixtúran mín.
ANANÍAS: Hættu þessu voli, manneskja. Er ég ekki hér?
guðbjörg: Og töflurnar ... þær eiga vera þarna í skúffunni ...
ananías: Ætlarðu ekki að taka fyrst þetta græna gutl þitt? ... varst’ ekki
að tala um það?
guðbjörg: Það er ekki grænt, Ananías!
ananías : O-víst er það grænt.
guðbjörg: Nú sérðu sjálfur það er ekki grænt.
ananías: Grænt eða ekki grænt, nú skal það í þig!
GUÐBJÖRG: Uhh, þú ert ekkert nema þrjózkan og stifnin .. . og ég þessi vesa-
lingur.
246