Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 54
Tímarit Máls og menningar Er Dóri kominn? Já, segi ég, hann er kominn. Og hvernig lízt þér á hann, spyr Hagalín. Vel, segi ég. Heldurðu að hann sé skáld? Hann er ekki skáld, hann er stórskáld. Nú, og af hverju veiztu það, spyr Hagalín. Það mátti nú sjá minna, segi ég, hann flaug út um gluggann. Guðmundur gefur nú glugganum auga og glottir, gengur til baka, miðar og hleypur síðar, — en flugið var ekki nógu mikið, hann rak tærnar í glugga- kistuna og kom á hrammana niður í svaðið fyrir utan. (Þess má geta að siðar um kvöldið þegar gestir höfðu saman safnazt var saga þessi eitt af skemmtiatriðum kvöldsins.) Eitt sinn var ég í samsæti hjá góðborgara einum hér í bæ, voru þar saman- komnir ýmsir ágætismenn og konur. Þar voru kræsingar á borðum og skorti þá heldur ekki ljúfar veigar. Gestgjafinn var gleðskaparmaður og hafði gott lag á því að skemmta gestum sínum. Þegar menn voru orðnir sæmilega hreyf- ir stakk hann upp á því að nú upphæfust yrkingar, enda væri aumur sá ís- lendingur sem ekki gæti sett saman bögu ef svo bæri undir. Fóru menn nú að velta vöngum og hugsa sterkt, enda var heitið verðlaunum þeim er bezt reynd- ist skáldið. Nú risu menn á fætur hver um annan þveran og fluttu sín ljóð og var þar margt hnyttið og skemmtilegt. En tveir voru þeir menn sem ekki bærðu á sér, sem sagt ég skáldið og þýzkur maður sem alllengi hafði dvalið hér. Fékk ég snuprur fyrir löðurmennskuna, en um Þjóðverjan þótti ekki til- tökumál. En sem Islandsmenn hafa lokið sínum lj óðflutningi, hrópar Stolsi, en svo var Þjóðverjinn nefndur: Blað og blýants. Nú, hugsa ég með mér, það er þá bara svona, hér hefur hann setið og látið landa mína rausa, nú ætlar hann að sýna yfirburði þýzkarans. Hann fær nú skrifföng og með miklum handahreyfinguin og gáfulegu látbragði rissar hann línur á blaðið með þeim elegans að sjá má að þessi maður hefur áður leikið sér að vopnum ritlistar- innar. Hér er ábyggilega stórskáld á ferð. Viðstaddir bíða í eftirvæntingu og loks rís skáldið á fætur og les: Allir sera að hcr eru inni eru nú að skemmta sér. Þegar brennivíninn er búinn þá vara allir heim til hún. 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.