Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 57
Skáldakynni þjáðist af hungri og þurrki, allir börðust og voru gramir, og enginn hirti um, hvort kraftaverk lifsins entist klukkustund lengur eða skemur.“ Ég var niSur- beygSur og utan viS mig, Pasternak kátur og kotroskinn. Þetta ár ýtti mjög viS tilfinningum hans. ÞaS var árið sem bók hans, „Systir mín, lífið“, kom út. Fyrsta fundi okkar hef ég lýst þannig: „Hann las fyrir mig úr kvæðum sín- um. Ég veit ekki, hvað hafði mest áhrif á mig: kvæðin, andlit hans, röddin, eða þaS sem hann sagði. Ég hélt þaðan burt með hugann fullan af hljómum og verkjaði í höfuðiS. Anddyrið niðri var læst: ég hafði tafið hjá honum til klukkan tvö um nóttina. Ég leitaði að dyraverðinum, en tókst ekki að hafa upp á honum. Ég sneri við, en gat ekki fundiS aftur íbúðina þar sem Paster- nak bjó. í þessu húsi lágu einlægir gangar og rangalar frá hverjum stigapalli. Ég þóttist vita, að ég slyppi ekki út fyrr en um morguninn, settist í stigann og ákvað að láta þar fyrirberast. Stiginn var úr járni, og nóttin niðaði undir fótum mér. Allt í einu opnaðist hurð. Ég sá Pasternak. Hann gat ekki sofið og ætlaði út að ganga. Ég hafði setið í rúman klukkutíma rétt fyrir framan dyrnar hjá honum. Hann var ekki vitund hissa á að sjá mig; ég var ekkert hissa heldur.“ Pasternak talaði í upphrópunum. Til er eftir hann kvæði sem hann kallar UralfjöUin í fyrsta sinn; það er einsog ofsafengið baul. Styrkur fyrstu ljóða hans er sá, að þau eru „lífiS í fyrsta sinn“. Á þessum árum hafði hann orð á sér fyrir allt annað en að vera einsetumaður; hann hafði gaman af því að vera með öðru fólki, hann var kátur, og það er einnig kæti í kvæðum hans frá þessum tíma. Mér fannst hann hamingjusamur, ekki aðeins af því, að hann var gæddur mikilli skáldgáfu, heldur einnig af því, að hann kunni að gera dýrlegan skáldskap úr hversdagslegustu atriðum. Þá var svo komið, að okkur var öllum orðið hálf ómótt af hinu öfgafulla og hástemmda orðaglamri symbólistanna: „eilifð“, „óendanleiki“, „hverfulleiki“, „hyldýpisbarmur“, „skapadómur“. Pasternak orti: „Þú mikli guð ástarinnar, þú mikli guð smá- atriðanna“. Og svona lýsir hann konunni sem hann elskaði: „ÞaS væri al- rangt að halda að þú værir engilhrein mær; þú komst inn meS stól, tókst líf mitt einsog ofan úr hillu og blést af því rykið.“ ÞaS var ekki út í bláinn, að hann kallaði bók sína Systir mín, lífið: hann var ólíkur eldri symbólistunum og einnig flestum samtímamönnum sinum í því, að honum kom vel saman við lífið. RaunsæiS í kvæðum hans var ekki tengt neinni bókmenntastefnu (Pasternak sagði oft, að hann gæti ekki skilið hinar margvíslegu stefnur og skóla), þetta raunsæi átti rætur í eðli hans sjálfs. Árið 1922 skrifaSi hann: „Hinn raunverulegi, lifandi heimur er einstæð 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.