Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 61
Skáldakynni
ari; annars manns sál er manni myrkur. Ég veit ekki hvers vegna hann af-
neitar sinni gömlu vináttu við Majakovskí í sjálfsævisögunni sem ég minntist
á áðan. Mig langar til að segja nokkuð frá þeirri vináttu, því ég kynntist
henni.
Við sögðum oft í gamni, að Majakovskí ætti sér „sparirödd“ sem hann not-
aði við konur. Þessa „sparirödd“ sína sem var óviðjafnanlega mild og elsku-
leg heyrði ég hann aðeins nota við einn mann. Sá maður var Pasternak. Ég
man eftir Pasternak-kvöldi í Blaðamannaklúbbnum í marz 1921. Pasternak
las þar upp nokkur af kvæðum sínum, og síðan las ung leikkona, Alexejeva-
Meskhíeva, nokkur í viðbót. í umræðunum sem á eftir fóru dirfðist einhver
„að benda á nokkra ágalla“, einsog sagt er hjá okkur. Þá reis Majakovskí
upp einsog hann var langur til og tók með þrumandi raust að hefja skáldskap
Pasternaks til skýjanna: hann varði þennan skáldskap með allri ástríðu ástar
sinnar.
í „Leiðarbréfinu“ (1930) lýsir Pasternak viðhorfum sínum til Majakovskís
fyrir stríð, á styrjaldarárunum og fyrstu árum byltingarinnar: „Ég var hug-
fanginn af Majakovskí,“ „Ég tilbað hann,“ „Majakovskí var fyrir mér kjarn-
inn í örlögum skálds.“
Þeir rifust oft og af miklum ofsa. Stundum sagði Pasternak mér frá því.
í fórum mínum á ég eintak af Sovréménník-antológíunni frá 1922 með eftir-
farandi áritun Pasternaks: „Til vinar míns og baráttufélaga með gleði og
þökk fyrir Jurenito, en í aðdáun á þeirri bók sameinuðumst við Majakovskí,
Asejev og aðrir vinir og baráttufélagar sem sjaldan vorum sammála um neitt
og héldum oftar en hitt hver í sína áttina.“
Eftir eitt af sínum rifrildum hittust þeir Majakovskí og Pasternak í Berlín;
sætt þeirra varð jafn ástríðufull og ofsafengin og rifrildið hafði verið. Ég
eyddi með þeim heilum degi; við fórum á kaffihús, síðan borðuðum við
saman og svo settumst við aftur inn á kaffihús. Pasternak las upp kvæði sín.
Um kvöldið las Majakovskí upp Hryggflautuna sína í Listaklúbbnum; meðan
hann flutti kvæðið var sem hann sæi Pasternak einan.
Seinna skildu leiðir þeirra. Samt vitnaði Majakovskí í kvæði eftir Paster-
nak svo seint sem 1926 og kallaði það „snilldarljóð“. Pasternak skrifaði um
dauða Majakovskís: „Ég grét, einsog ég hafði lengi þráð.“
Hvers vegna reyndi Pasternak að afmá svona mikið, þegar hann leit yfir
liðna ævi? Kemur kannski fram í þessu óánægja hans með sjálfan sig? Ég
veit það ekki. Mér finnst síðustu kvæðin hans standa mjög nærri kvæðunum
í „Systir mín, lífið“, hinsvegar er bersýnilegt, að honum hefur sjálfum fund-
267