Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 63
Skáldakynni gat hann ekki skilið annan. Hann grunaði ekki að bók hans myndi vekja and- styggilegar stjórnmálaæsingar og að högginu yrði óhj ákvæmilega svarað í söinu mynt. Paul Eluard sagði einusinni: „Skáld verður að vera barn, jafnvel þótt hann sé gráhærður og með æðakölkun.“ Það var eitthvað barnslegt við Pasternak. Skilgreiningar hans sem virtust einfeldningslegar og barnalegar voru skil- greiningar skálds. Hann sagði um ákveðinn höfund: „Hvernig getur hann verið gott skáld, úr því hann er ekki góður maður?“ Þegar hann sá París í fyrsta sinn, hrópaði hann upp: „Nú, þetta er ekkert líkt borg, það er öllu lík- ara landslagi.“ Hann var vanur að segja: „Það er auðvelt að lýsa vormorgni; auk þess er það ekki það sem fólk vill. En að vera einfaldur, skír og óvæntur einsog vormorgunn, það er fjáranum erfiðara.“ A því skeiði ævi minnar sem fjallað er um í þessu bindi, þegar ég var sjálf- ur villuráfandi og í öngum mínum, á þeirn árum var Boris Pasternak mér í einu trygging fyrir lífskrafti listarinnar og gangbrú til hins raunverulega lífs. Ungur, kátur og fríður, likastur andríkum araba, þannig mun hann ávallt standa mér fyrir sjónum, enda þótt ég þekkti hann einnig gamlan og grán- aðan. I síðastliðin fimmtíu ár hef ég verið að standa mig að því að vera allt í einu farin að þylja með sjálfum mér eitthvert kvæði eftir Pasternak. Þessum kvæðum verður aldrei útrýmt úr heiminum: þau lifa. G. K. þýddi. 269
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.