Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 63
Skáldakynni
gat hann ekki skilið annan. Hann grunaði ekki að bók hans myndi vekja and-
styggilegar stjórnmálaæsingar og að högginu yrði óhj ákvæmilega svarað í
söinu mynt.
Paul Eluard sagði einusinni: „Skáld verður að vera barn, jafnvel þótt hann
sé gráhærður og með æðakölkun.“ Það var eitthvað barnslegt við Pasternak.
Skilgreiningar hans sem virtust einfeldningslegar og barnalegar voru skil-
greiningar skálds. Hann sagði um ákveðinn höfund: „Hvernig getur hann
verið gott skáld, úr því hann er ekki góður maður?“ Þegar hann sá París í
fyrsta sinn, hrópaði hann upp: „Nú, þetta er ekkert líkt borg, það er öllu lík-
ara landslagi.“ Hann var vanur að segja: „Það er auðvelt að lýsa vormorgni;
auk þess er það ekki það sem fólk vill. En að vera einfaldur, skír og óvæntur
einsog vormorgunn, það er fjáranum erfiðara.“
A því skeiði ævi minnar sem fjallað er um í þessu bindi, þegar ég var sjálf-
ur villuráfandi og í öngum mínum, á þeirn árum var Boris Pasternak mér í
einu trygging fyrir lífskrafti listarinnar og gangbrú til hins raunverulega lífs.
Ungur, kátur og fríður, likastur andríkum araba, þannig mun hann ávallt
standa mér fyrir sjónum, enda þótt ég þekkti hann einnig gamlan og grán-
aðan.
I síðastliðin fimmtíu ár hef ég verið að standa mig að því að vera allt í
einu farin að þylja með sjálfum mér eitthvert kvæði eftir Pasternak. Þessum
kvæðum verður aldrei útrýmt úr heiminum: þau lifa.
G. K. þýddi.
269