Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 72
Timarit Máls og menningar liðsinni. Þegar Þorbjörn hefur rakið viðskipti þeirra Hrafnkels, leggur Sámur til, að þeir fari „lítillátlega að við Hrafnkel, og vita, ef hann vill halda hin sömu boð.“ En Þorbjörn er enn haldinn sama ofmetnaði og fyrr og vill ekki annað en halda mál- inu til streitu. Að lokum lætur Sámur undan og tekur eftirmálið að sér, en getur þó ekki stillt sig um að gefa frænda sínum þessa áminningu: „En vita skaltu, að mér þykir þar heimsk- um manni að duga sem þú ert.“ Hér er enn klifað á þeim sama dómi, sem þeir Hrafnkell og Bjarni höfðu áður fellt um Þorbjörn, því að ofmetnað- ur, heimska og skortur á sjálfsþekk- ingu eru mjög af einum toga spunn- in, enda hafði Þorbjörn neitað þeirri tillögu hans, að þeir færi lítillátlega að við Hrafnkel. Þeir Sámur og Þorbjörn fara til alþingis, en þar bregður svo við, að engir höfðingjar vilja liðsinna þeim. Þorbjöm gamli missir kjarkinn og vill gefast upp við málið gegn Hrafn- katli. Sámur er hins vegar einráðinn í að fylgja málinu eftir í lengstu lög, og nú minnir hann Þorbjörn á alla þvermóðskuna, sem hann hafði áður sýnt. En áminningar Sáms fá Þor- birni svo mikils, að hann grœtur. Það ber ekki ýkja oft við í íslendinga sög- um, að karlmenn gráti, þótt dæmi séu nokkur um það, að konur felli tár, og því er nauðsynlegt að skýra viðbrögð Þorbjarnar nokkrum orðum. Auðsætt er, að harmurinn yfir sonarmissi og vonbrigðin, sem fylgdu í kjölfar þess, valda klökkva Þorbjarnar. En hér býr þó annað og meira undir. Mér finnst einhlitast að bera viðbrögð Þorbjarnar saman við ummæli heil- ags Bernards i ritinu, sem minnzt var hér að framan: „Harmur getur leitt til sjálfsþekkingar og svo til lítillæt- is.“ Þorbjörn er loksins farinn að átta sig á stöðu sinni, honum er farið að skiljast, hvers konar maður hann er, og hve tilgangslaust og syndsamlegt þar er að deila við yfirmann sinn. Harmurinn hefur gert hann meyrari og skilningsrikari á siðferðileg vandamál. Með kristilegu hugarfari sættir hann sig við þj óðfélagslega stöðu sína, og eftir þetta gegnir hann næsta litlu hlutverki í sögunni. Skilningur Sigurðar Nordals á per- sónu Þorbjarnar er að nokkru leyti annar, þótt hann hafi skilið margt í fari hans af alkunnri skarpskyggni. Nordal kemst meðal annars svo að orði: „Ekki leynir það sér, að Þor- birni er lýst með samúð í sögunni, og hvergi verður hann broslegur. Þar er fullur skilningur á harmi hans og metnaði, þó að umkomuleysið leyfi honum ekki að njóta þess stór- lyndis, sem í raun og veru býr í eðli hans.“ Dómur Nordals um Þorbjörn gamla væri næsta sanngjarn og skiln- ingsríkur, ef Hrafnkels saga hefði verið samin á tuttugustu öld. En hvort sem vér viljum það eða ekki, þá 278
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.