Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 75
Þorbjörn hefur orðið að þola í vígi
sonar síns.
Notkun orStaksins „aS kenna á
sér“ og merking þess í Hrafnkels
sögu koma ágætlega heim viS það,
sem segir um Maríu mey í alkunnri
hómilíu frá 12. öld: „Því er hennar
píning meiri og helgari en annarra
manna, að öndu hennar varð sárara
við dauða drottins en engi maður
megi kenna á líkam sínum.“
7
Eins og þegar hefur verið drepið á,
er Sámur sekur um ofmetnað. Of-
metnaður hans birtist í ýmsum mynd-
um. í fyrsta lagi sýnir hann af sér
hroka, þegar Hrafnkell hefur verið
gerður sekur á þingi. „En Sámur var
á þingi og gekk mjög uppstertur.“
ÞaS er einnig af ofmetnaði, er Sámur
neitar að hlita ráðum Þjóstarssona
austur á ASalbóli, enda veldur þessi
vizkuskortur síðar falli hans, eins og
Þorgeir greinir frá rétt fyrir sögulok:
„Þóttumst vér allvel í hendur þér
búa, áður vér gengum frá, svo aS þér
væri hægt að halda, og hefir það far-
ið eftir mínum hugþokka, þá er þú
gafst Hrafnkatli líf, að þú mundir
þess mest iðrast. Fýstum við þig að
þú skyldir Hrafnkel af lífi taka —
sýndist okkur þér þaS ráðlegra —,
en þú vildir ráða. Er það nú auðséð
hver vizkumunur ykkar hefir orðið,
er hann lét þig sitja í friði og leitaði
þar fyrst á, er hann gat þann af ráð-
Siðfrœði Hrafnkels sögu
ið, er honum þótti þér vitrari mað-
ur ...“ Hér er sérstök áherzla lögS á
vizkuleysi Sáms, og svipar honum að
því leyti til Þorbjarnar frænda síns,
að báða skortir lítillæti og vitsmuni.
OfmetnaSur sprettur af heimsku.
í Hrafnkels sögu skapa persónurn-
ar örlög sín, en lúta engu yfirnáttúr-
legu valdi. Menn velja og hafna og
verða að taka afleiðingunum af gerð-
um sínum. Þannig er aðdáunarvert
jafnvægi í sögunni, þegar reiknings-
skil eru gerð. AS þessu er beinlínis
vikið í sögunni sjálfri. Þegar Þorgeir
hefur fallizt á að hjálpa þeim frænd-
um á alþingi, varar hann þá viS af-
leiðingunum: „MunuS þið þá hafa
annaðhvort fyrir þrá ykkart: nokkra
huggan eða læging, eða enn meiri
hrelling eða skapraun." í rauninni
uppskera þeir bæði huggan og hrell-
ing. Þeir fá uppreisn mála á þingi, en
síSar hlýtur Sámur þá niðurlægingu
að vera hrakinn með smán frá ASal-
bóli, og það er mjög á eina lund, er
Þjóstarssynir bjóða Sámi svipuð boð
eftir niðurlæginguna og Hrafnkell
bauð Þorbirni í sonarbætur, hvorug-
ur þeirra hefur lítillæti til að þiggja
þaS að ráðast undir áraburð höfð-
ingja.
ASrir þættir í fari Sáms eiga einn-
ig skylt við ofmetnað. „Sámur var
skartsmaður mikill“, segir sagan. Og
þegar hann hefur verið hrakinn frá
ASalbóli og fer vestur til Þorska-
fjarðar að leita á náðir Þjóstarssona
281