Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar í annað sinn, býr hann sig eins og hann væri enn í höfðingjastöðu. „Hann fékk sér einn hestasvein, hann fór með þrjá hesta og hafði klæði á einum.“ Skartsemi hans og tilgerð er í fullu samræmi við yfirlæti hans, sem getið er fyrr í sögunni. Þegar honum er fyrst lýst, er hann kallaður uppi- vöðslumaðuT mikill, og síðar segir að hann sé mestur hávaðamaður í ætt sinni. 011 mannlýsing hans eins og raunar annarra manna í sögunni hef- ur skýra siðferðimerkingu. 8 Eins og ég hef drepið á í riti mínu um Hrafnkels sögu og Freysgyðlinga, þá er ofmetnaður Hrafnkels goða að verulegu leyti runninn frá lýsingu Alexanders mikla í Alexanders sögu. Slíkt er næsta eðlilegt, þar sem Brand- ur ábóti var þýðandi þeirrar sögu. Hrafnkatli er ungum lýst svo að hann væri „ójafnaðarmaður mikill“. „Hann var linur og blíður við sína menn en stríður og stirðlyndur við sína óvini, og fengu af honum öngvan jafnað. Hrafnkell stóð mjög í einvígjum og bætti öngvan mann fé, því að engi fékk af honum neinar hætur, hvað sem hann gerði.“ Hér er verið að lýsa einráðum höfðingja, sem hlítir vilja sjálfs sín. Vegna stöðu sinnar og auðæva er val hans miklu frjáls- ara en annarra manna í Hrafnkels sögu, og að sama skapi var siðferði- leg ábyrgð hans meiri. Hrafnkell mis- beitir aðstöðu sinni, lætur aðra finna til valdsins og skirrist við að láta aðra menn njóta þess réttlætis, sem höfðingi er skyldur til að unna þeim. Eftir víg Einars reynir hann að bæta Þorbirni föður hans fyrir glæp- inn, þótt hann hafi engan mann fé bætt áður. Hann játar afbrot sitt: „En þó læt ég svo sem mér þyki þetta verk mitt í verra lagi víga þeirra er ég hefi unnið ... Mun ég það nú sýna, að mér þykir þetta verk mitt verra en önnur þau er ég hefi unnið.“ Hrafnkell býðst til að sjá fyrir Þor- birni og fjölskyldu hans, svo að þau muni engan skort þola framar. Hann heitir með öðrum orðum að leysa þau úr viðjum þeirrar fátæktar, sem var upphafið að ógæfu Einars Þor- bjarnarsonar. Samkvæmt kristnum siðaskoðunum miðalda eiga menn að elska þrennt: guð, náunga sinn og sjálfa sig. Hrafn- kels saga er látin gerast í heiðni, og í samræmi við það fullnægir hann fyrstu kröfunni á þessa lund: Hann „elskaði eigi annað goð meir en Frey.“ Og á hesti þeim, sem hann gefur þessu goði, hefur hann mikla elsku. En Freyr reynist þó falsgoð: Þegar Hrafnkell hafði frétt, að Frey- faxa hafði verið tortímt og hofið á Aðalbóli brennt, „þá sagði hann það til, að hann kvað það hégóma að trúa á goð, og sagðist þaðan af aldrei skyldu á þau trúa, og það efndi hann síðan, að hann blótaði aldrei.“ Eng- 282
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.