Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 84
Timarit Máls ug menningar manna konur og gerðu sig heima- komna í næstu býlum‘. En þegar menn þreyttust á yfirgangi vermanna og fundu að við þá, svöruðu þeir þessu einu: ’Við erum kappar kóngs- ins!‘, og lýtur svar þeirra að því sem áður er sagt í sögunni, að konungur ætti fiskiskip í verstöð þessari og léti ráða menn til að róa á þeim. Nokkr- ir vermanna eru nefndir: Hrafnkell, sem Kelaaur er kenndur við, Asgaut- ur, Jón og Bjarni, sem sagt er að hafi verið bezt kynntur; við hann er kennt Bjarnagerði og Bjarnagerðis- klettur. Enn fremur sakamenn tveir, Lavrans og Ingjaldur, en sagt er að þeir hafi orðið 93 í Kambtúni þegar flestir voru, og styðst það ugglaust við handrit af biskupaannálum Jóns Egilssonar. Um Ingjald sakamann segir á þessa leið í sögunni: ’lngjaldur hét enn einn Kamptúns- manna (Kamplún er villa jyrir Kambtún). Hann liafði einnig orðið brotlegur. Skyldi hann róa á kon- ungsskipi yfir veturinn, en líflátast um vorið. Var hann þar í gæzluvarð- haldi og hvíldi sér í lokuðum skála, því hinurn þótti minkun að félags- skap hans, vegna sektanna. Var hann löngum hnugginn og utan við gleð- skap þeirra, en bað þá láta hægar. Þeir kváðu fulla von, þótt hann iðr- aðist, því nú ætti hann að deyja í vor. Eina nótt í landteppu þótti hon- um komið á glugga yfir sér og sagt dimmri röddu: ’Þar liggur [iú, Ingjaldur, cinn í lacstum skála. Nú cr sá koniinn, sein gcldur köppum kóngsins haróan mála’. Ingjaldur sagði þeim félögum draum- inn, bað þá hætta illu siðferði, ella mundi þeim hefnast fyrir. Þeir hlógu að og sögðu rétt af honum að iðrast. Bjarni tók þá undir tneð honum. Nú leið og beið, þangað til sæ kyrði og gerði róðrarleiði. Bjuggust þá allir Kamptúnsmenn að róa, nema Bjarni. Hann úrtaldi það. Kvað liann sig óra fyrir því, að þeir mundu iit af hljóta, ef þeir reru þann dag. Þeir kváðu liann vera orðinn ærið hugdeigan, hæddu hann og frýjuðu honum hug- ar. Hann kvaðst þá skyldi sýna þeim, að hann hræddist ekki dauða sinn framar en þeir. Síðan bjóst hann að róa. ’En það grunar mig, að mig muni bera að landi dauðan, þótt eigi verði lifandi. Og læt eg það utn mælt, að þar sem eg kem á land, hlekkist hvorki báti á né farist framar meir‘. Síðan reru þeir allir á haf út; var þá lásléltur sjór og veður stilt. En þegar leið á daginn, gerði óviðráðanlegt ofsaveður með stórsjó og hafgangi ... Það er að segja af Kamptúns- mönnum, að þeir vildu beita fyrir Hálsasker, en gátu við ckkert ráðið, þótt hraustir væru. Rak öll skipin á skerin og brotnuðu þau þar í spón, en menn allir fórust, 92, nema Ingj- aldur seki. Hann náði ár og hélt henni dauðahaldi. Kastaði sjórinn 290
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.