Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 84
Timarit Máls ug menningar
manna konur og gerðu sig heima-
komna í næstu býlum‘. En þegar
menn þreyttust á yfirgangi vermanna
og fundu að við þá, svöruðu þeir
þessu einu: ’Við erum kappar kóngs-
ins!‘, og lýtur svar þeirra að því sem
áður er sagt í sögunni, að konungur
ætti fiskiskip í verstöð þessari og léti
ráða menn til að róa á þeim. Nokkr-
ir vermanna eru nefndir: Hrafnkell,
sem Kelaaur er kenndur við, Asgaut-
ur, Jón og Bjarni, sem sagt er að hafi
verið bezt kynntur; við hann er
kennt Bjarnagerði og Bjarnagerðis-
klettur. Enn fremur sakamenn tveir,
Lavrans og Ingjaldur, en sagt er að
þeir hafi orðið 93 í Kambtúni þegar
flestir voru, og styðst það ugglaust
við handrit af biskupaannálum Jóns
Egilssonar. Um Ingjald sakamann
segir á þessa leið í sögunni:
’lngjaldur hét enn einn Kamptúns-
manna (Kamplún er villa jyrir
Kambtún). Hann liafði einnig orðið
brotlegur. Skyldi hann róa á kon-
ungsskipi yfir veturinn, en líflátast
um vorið. Var hann þar í gæzluvarð-
haldi og hvíldi sér í lokuðum skála,
því hinurn þótti minkun að félags-
skap hans, vegna sektanna. Var hann
löngum hnugginn og utan við gleð-
skap þeirra, en bað þá láta hægar.
Þeir kváðu fulla von, þótt hann iðr-
aðist, því nú ætti hann að deyja í
vor. Eina nótt í landteppu þótti hon-
um komið á glugga yfir sér og sagt
dimmri röddu:
’Þar liggur [iú, Ingjaldur, cinn í lacstum
skála.
Nú cr sá koniinn, sein gcldur köppum
kóngsins haróan mála’.
Ingjaldur sagði þeim félögum draum-
inn, bað þá hætta illu siðferði, ella
mundi þeim hefnast fyrir. Þeir hlógu
að og sögðu rétt af honum að iðrast.
Bjarni tók þá undir tneð honum. Nú
leið og beið, þangað til sæ kyrði og
gerði róðrarleiði. Bjuggust þá allir
Kamptúnsmenn að róa, nema Bjarni.
Hann úrtaldi það. Kvað liann sig óra
fyrir því, að þeir mundu iit af hljóta,
ef þeir reru þann dag. Þeir kváðu
liann vera orðinn ærið hugdeigan,
hæddu hann og frýjuðu honum hug-
ar. Hann kvaðst þá skyldi sýna þeim,
að hann hræddist ekki dauða sinn
framar en þeir. Síðan bjóst hann að
róa. ’En það grunar mig, að mig
muni bera að landi dauðan, þótt eigi
verði lifandi. Og læt eg það utn mælt,
að þar sem eg kem á land, hlekkist
hvorki báti á né farist framar meir‘.
Síðan reru þeir allir á haf út; var þá
lásléltur sjór og veður stilt. En þegar
leið á daginn, gerði óviðráðanlegt
ofsaveður með stórsjó og hafgangi
... Það er að segja af Kamptúns-
mönnum, að þeir vildu beita fyrir
Hálsasker, en gátu við ckkert ráðið,
þótt hraustir væru. Rak öll skipin á
skerin og brotnuðu þau þar í spón,
en menn allir fórust, 92, nema Ingj-
aldur seki. Hann náði ár og hélt
henni dauðahaldi. Kastaði sjórinn
290