Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 85
Þar liggur þú, Ingjaldur honum með lífsmarki upp á fjöru og lá hann þar nær dauða en lífi ...‘ Síðar í sögunni segir að Ingjaldur fannst í fjörunni og að mönnum tókst að lífga hann við. Einnig er sagt frá svipuðum fyrirburði og getið er í sögu þeirra í þjóðsögum Jóns Arna- sonar sem hér var nefnd að framan. I sögu Sigfúsar er sagt að konu í Hreggsgerði (villa fyrir Hcstgerði) sýndist ’maður koma á glugga yfir sér og festa á sér nístandi augu ... Hann mælti fram hægt og þunglama- lega þessa einkennilegu vísu svo að hún nam hana: ’Hér í vörum heyrast bárur snara ...‘ Vísa þessi er einnig í sögu sem nefnist ,Huldukonuhefnd- in‘, prentuð í Sagnakveri Björns Bjarnasonar frá Viðfirði (fyrra kverinu, bls. 18—26) og eftir því í úrvali Einars 01. Sveinssonar (Is- lenzkar þjóðsögur og œvintýri ... 2. útgáfa, bls. 43—8), en ekki er mér kunnugt hvort hún er víðar til, og um uppruna hennar veit ég ekki par- ið. Nú verður að víkja frá þjóðsögum um stund og geta hér kappa eins mikils, sem sagt er að uppi hafi ver- ið í Noregi í fornöld og nefndur er Án bogsveigir. Af honum var skrif- uð saga, öllum almenningi til skemmtunar, en þeim til hagræðis er stunduðu á að rekja ættir sínar til trölla, kölluð Áns saga bogsveigis (sjá Fornaldar sögur Norðurlanda. Annat bindi, Kaupmannahöfn 1829, bls. 323—-362); eftir sögu þessari voru ortar Áns rímur bogsveigis, lík- lega nálægt miðri fimmtándu öld, og eru þær varðveittar í þremur skinn- bókum: rímnahandritinu í Wolfen- biittel (Bibl. Aug. 42. 7. 4to), Stað- arhólsbók (ÁM 604, 4to) og Hólsbók (ÁM 603, 4to), en auk þess í fjórum pappírshandritum frá 17. og 18. öld, sem í öllu falli sum hafa sjálfstætt gildi. Rímurnar hafa verið meðal hinna vinsælli, sem ráða má af því, að þær eru varðveittar í þó þetta mörgum handritum. Þær eru þokka- lega ortar, eftir því sem gerist um rímur frá fyrri öldum, en hér kemur einnig til, að efni þeirra er ævin- týralegt og æsandi: Án bogsveigir var kallaður afglapi í æsku, en gerð- ist síðar kappi mikill; bróðir hans var Þórir þegn, hirðmaður konungs þess er Ingjaldur hét, en sá var ill- menni hið mesta og sótti lengi eftir lífi Áns. Án gerði honum hverja sví- virðinguna annarri verri, og kom svo að konungur hefndi þess á Þóri þegn og drap hann. Þórir háleggur hét sonur Áns og var í engu minni kappi en faðir hans. En þegar illmennska Ingjalds konungs hefur lengi yfir- gengið þessa frásögn, kemur svo að lokum að Þórir háleggur fer að hon- um með kappa sína og drepur hann. í áttundu rímu er sögunni komið þar, að Þórir háleggur er kominn til konungshúsa með kappa sína; þar 291
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.