Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 85
Þar liggur þú, Ingjaldur
honum með lífsmarki upp á fjöru og
lá hann þar nær dauða en lífi ...‘
Síðar í sögunni segir að Ingjaldur
fannst í fjörunni og að mönnum tókst
að lífga hann við. Einnig er sagt frá
svipuðum fyrirburði og getið er í
sögu þeirra í þjóðsögum Jóns Arna-
sonar sem hér var nefnd að framan.
I sögu Sigfúsar er sagt að konu í
Hreggsgerði (villa fyrir Hcstgerði)
sýndist ’maður koma á glugga yfir
sér og festa á sér nístandi augu ...
Hann mælti fram hægt og þunglama-
lega þessa einkennilegu vísu svo að
hún nam hana: ’Hér í vörum heyrast
bárur snara ...‘ Vísa þessi er einnig
í sögu sem nefnist ,Huldukonuhefnd-
in‘, prentuð í Sagnakveri Björns
Bjarnasonar frá Viðfirði (fyrra
kverinu, bls. 18—26) og eftir því í
úrvali Einars 01. Sveinssonar (Is-
lenzkar þjóðsögur og œvintýri ... 2.
útgáfa, bls. 43—8), en ekki er mér
kunnugt hvort hún er víðar til, og
um uppruna hennar veit ég ekki par-
ið.
Nú verður að víkja frá þjóðsögum
um stund og geta hér kappa eins
mikils, sem sagt er að uppi hafi ver-
ið í Noregi í fornöld og nefndur er
Án bogsveigir. Af honum var skrif-
uð saga, öllum almenningi til
skemmtunar, en þeim til hagræðis er
stunduðu á að rekja ættir sínar til
trölla, kölluð Áns saga bogsveigis
(sjá Fornaldar sögur Norðurlanda.
Annat bindi, Kaupmannahöfn 1829,
bls. 323—-362); eftir sögu þessari
voru ortar Áns rímur bogsveigis, lík-
lega nálægt miðri fimmtándu öld, og
eru þær varðveittar í þremur skinn-
bókum: rímnahandritinu í Wolfen-
biittel (Bibl. Aug. 42. 7. 4to), Stað-
arhólsbók (ÁM 604, 4to) og Hólsbók
(ÁM 603, 4to), en auk þess í fjórum
pappírshandritum frá 17. og 18. öld,
sem í öllu falli sum hafa sjálfstætt
gildi. Rímurnar hafa verið meðal
hinna vinsælli, sem ráða má af því,
að þær eru varðveittar í þó þetta
mörgum handritum. Þær eru þokka-
lega ortar, eftir því sem gerist um
rímur frá fyrri öldum, en hér kemur
einnig til, að efni þeirra er ævin-
týralegt og æsandi: Án bogsveigir
var kallaður afglapi í æsku, en gerð-
ist síðar kappi mikill; bróðir hans
var Þórir þegn, hirðmaður konungs
þess er Ingjaldur hét, en sá var ill-
menni hið mesta og sótti lengi eftir
lífi Áns. Án gerði honum hverja sví-
virðinguna annarri verri, og kom svo
að konungur hefndi þess á Þóri þegn
og drap hann. Þórir háleggur hét
sonur Áns og var í engu minni kappi
en faðir hans. En þegar illmennska
Ingjalds konungs hefur lengi yfir-
gengið þessa frásögn, kemur svo að
lokum að Þórir háleggur fer að hon-
um með kappa sína og drepur hann.
í áttundu rímu er sögunni komið
þar, að Þórir háleggur er kominn til
konungshúsa með kappa sína; þar
291