Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 87
Umsagnir um bækur Gnnnar Gnnnarsson að var ekki af lítilli eftirvæntingu, að ég hóf að lesa ritsafn Gunnars Gunn- arssonar, sem nú hefur verið gefið út á ný.1 Kg hafði ekki lesið neitt eftir höfundinn í allmörg ár, en mér voru ekki liðin úr minni fyrstu kynnin af skáldsögum Gunnars. Það var í þann tíð, er bókahugur og annir átt- ust við í ævi unglingsins og gripið var feg- ins hendi til allra þeirra bóka, sem áttu samleið með strjálum tómstundum um garðinn hjá honum. Nú gafst mér aftur færi á að lesa að nýju eftir um það bil ald- arfjórðung Borgarœttina, um þau Orm Or- lygsson, Dönsku frúna á Ilofi og Gest ein- eygða, og sögulegu skáldsöguna Fóstbrœð- ur, sveitasöguna Heiðaharm, harmleikinn Svartfugl, og enn aðrar sögur. En allt það, sem ég hafði áður lesið af verkum Gunnars Gunnarssonar hvarf í skuggann af því skáldverki, sem ég las nú í fyrsta sinn: F jallkirkjan. Gunnar Gunnarsson hefur valið sér að yrkisefni tvenns konar stef: annað þeirra er þjóðarsagan og hitt er skáldið sjálft. Annars vegar er epísk íþrótt og hins vegar lýrísk tjáning. Annars vegar er obbinn af skáldsögum Gunnars Gunn- arssonar og hins vegar er dýrðarverkið Ffallkirkjan með einstökum bókaheitum, sem eru jafn minnisstæð og frásögnin sjálf: I.eikur að stráum, Skip heiðrikjunnar, Nótt og draumur, Óreyndur jerðalangur, Ilugleikur. Astæðan til þess, að ég komst ekki í kynni við Fjallkirkjuna fyrr en nú 1 Gunnar Gunnarsson: Skáldverk I-VIII. Gefin út af Almenna bókafélaginu og Helgafelli. Reykjavík 1960—63. fyrir nokkrum vikum, var einfaldlega sú, að hún birtist ekki í íslenzkri þýðingu fyrr en ég var farinn úr sveitinni. Og þótt ég stundaði fjögurra ára nám í íslenzku við háskólann í Reykjavík, þar sem íslenzkar bókmenntir voru eitt helzta viðfangsefnið, þá var aldrei, svo að ég minnist þess, vikið einu einasta orði að Fjallkirkjunni. Það má að vísu segja, að þar var einnig hljótt tim ilalldór Kiljan Laxness og skáldsögur hans, en í þá tíð var Halldór Kiljan Lax- ness róttækur andstæðingur afturhaldsins, og af þeim sökum töldu stúdentar það sið- ferðilega skyldu sína að lesa bækur hans. Hinar sögulegu skáldsögur Gunnars Gunnarssonar gjalda þess, hve viðhorf hans til fortíðarinnar eru einstrengingsleg. Gunnar er mikill hetjudýrkandi, og ást hans á ættjörðinni og íslenzkri fortíð er ósvikin. En til þess að geta ritað sögulegar skáidsögur svo að við verði unað er tvennt nauðsynlegt: Skáldið verður að þekkja tímabilið, sem fjallað er um, til hlítar, og helzt að skilja það nýjum skilningi og á hinn bóginn þarf hann að hafa náð valdi yfir þeirri sérstöku tækni að segja slíka sögu. Um fyrra atriðið er það skemmst að segja, að Gunnar hefur ekki takmarkað sig nógu mikið til að geta kannað sögulegar heimildir til fullnustu. Skáldsögur Gunn- ars gerast á ýmsum tímabilum, og hefðu vafalaust orðið lífvænlegri og girnilegri til fróðleiks, ef hann hefði látið sér nægja að rannsaka ýtarlega ákveðið tímabil og rita síðan skáldsögur um það. Um frásagnar- tækni Gunnars er það fyrst að segja, að hún hæfir að sumu leyti sögulegri skáld- sagnagerð býsna vel. Gunnar er maður orð- 2Q.ni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.