Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 96
Timarit Máls og menningar
reikningsskil Brands sjálfs við Frey, vin og
verndara ættar hans um aldaraðir.
Stórskáld setja rit sín saman,knúin af
innri nauðsyn, ckki til að skemmta cinum
nc neinum.
Brandur Jónsson var margþættur maður.
Ilann var að sjálfsögðu vcl kristinn prestur
og skyldurækinn, en jafnframt var hann
stoltur höfðingi af rammheiðinni ætt. Mann-
gildishugsjón hans og freysgyðlingahöfð-
ingjanna forfeðra hans var harla áþekk.
Þótt Ilvíti kristur ælti mikil ítök í sálu
hans var hann þó jafnframt bundinn Frey
römmum taugum eins og Ilrafnkels saga
bcr með sér. Þorgils saga greinir og Ijós-
lega frá átökunum í huga lians milli heiðni
og kristni.
Venjulcga gera mcnn sér óijósa grein
fyrir því hve vandratað er í myrkviði slíkra
rannsókna sem þessi er, því er ekki undar-
legt þótt Ilermann kunni að hnjóta við og
við í því torleiði; furða ef svo væri ckki.
Nú eru liðin tvö ár síðan rannsókn þessi
var gefin út í bókarformi, og hefur cnginn
fræðimaður andæft skoðun hans á prenti
né reynt að hrekja liana. Það virðist þvi
svo sem allir hafi samþykkt hana með
þögninni, enda ekkert undarlegt þótt marg-
ir séu honum samdóma. En þar sem rann-
sókn þessi snertir hin mikilvægustu atriði
í sögu og bókmentum 13. aldar, er það þó
hin mesta furða að enginn af okkar ágætu
fræðimönnum á því sviði skuli hafa ritað
um bókina og látið í ljós skoðun sina á
henni.
Skúli Þór'Sarson.
Þörf handbók
veir danskir fræðimenn, Hans Bekker-
Nielsen og Thorkil Damsgaard Olsen,
hafa tekizt á hendur nytsamt verk öllum
þeim sem við norræn fræði fást, en það er
árleg skrá um bækur og ritgerðir sem varða
vesturnorræn fræði,1 cn fyrsta heftið, um
hækur scm út komu á árinu 1963, er nýlega
kotnið á prenl. Skráin er gerð í samvinnu
við Konunglega bókasafnið í Kaupmanna-
höfn, en að auki hafa ritstjórarnir fengið
samstarfsmenn víðar á Norðurlöndum, og
er próf. Halldór Halldórsson fulltrúi íslend-
inga í þeim hópi.
Efnið scm skráin nær yfir eru rit um
vcsturnorrænar tungur og bókmenntir til
loka miðalda, ásamt miðaldasögu vestur-
norrænna þjóða mcð skyldum fræðigrein-
um, svo sem trúarbragðasögu og menning-
arsögu (fornleifafræði er ekki tekin með).
Ymsar ritaskrár svipaðs eðlis hafa komið
út um langt skeið, en hvorttveggja er að
þær hafa ýmist verið miðaðar við víðara
eða þrengra svið og sumar þeirra eru orðn-
ar hýsna langt á eftir tímanum. En það er
eitt meginskilyrði þess að slíkar skrár komi
að fulluin notum að þær komi lesendum í
hendur eins Iljótt og nokkur kostur er.
Vonandi tekst útgelendum að halda áætlun
þessarar skrár eins og til er stofnað.
Um gagnsemi slíkra rita sem þessa er
þarflaust að eyða mörgum orðum. Fæstir
fræðimenn — a. m. k. hér á landi — eiga
þess kost cða hafa tíma til að pæla sjálfir
gegnum öll þau tímarit og safnrit þar sem
hirtast kunna ritgerðir sem þeim væri þarf-
lcgt að vila um. Höfundar þessarar skrár
segja að vísu að þar sé ekki allt tínt til,
lieldur sé nokkuð vinzað úr, en reynt að
sleppa engu sem máli skiptir.
Sjálfri skránni er raðað eftir höfundum,
en aftan við er allrækileg skrá um helztu
efnisatriði ritanna. Þar sem titlar rita segja
ekki ótvírætt til um efni er stuttum skýr-
ingum bætt við; rúmsparnaður mun hafa
valdið að þær eru hvorki fleiri né lengri.
Skráð eru 70 tímarit sem efni er tekið úr;
1 Bibliography of Old Norse-Icelandic
Studies 1963. Munksgaard, Copenhagen
1964.
302