Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 96
Tímarit Máls og menningar
Beda prest hinn enska, að hann hafði skrif-
að rit sín á latínu. Hins vegar hefur Ari
vitað að aðrir fræðimenn enskir höfðu
skrifað á móðurmáli sínu. Auk þess hafði
kynslóðin næst á undan Ara þegar lært af
enskum trúboðum að móðurinálið mátti
auðveldlega rita latínustöfum, hvort sem
var enskt eða íslenzkt, svo náskyldar sem
þær tungur voru. Ekki er þó vitað með
neinni vissu um ritstörf á íslenzku á fyrstu
öld kristninnar, og orð Snorra Sturlusonar
(í formála konungasagna) höfum við fyrir
því að Ari hafi fyrstur manna hér á landi
ritað „að norrænu máli fræði bæði foma
og nýja“. En það mun vera mergurinn
málsins að Ari hafi ætlað Islendingabók
fleirum en biskupum einum, og þá einkum
fróðleiksfúsum höfðingjum og bændum
sem auðvitað voru ekki læsir á latínu.
Jakoh Benediktsson víkur á tveim stöð-
um nokkurum orðum að því hvað ætla
megi helzt að Ari hafi skrifað auk Islend-
ingabókar fyrri og síðari. Hann er hér sem
endra nær lítið fyrir getgátui', en honum
þykir sem eðlilegt er engin ástæða til að
efa að Ari hafi verið tekinn til ritstarfa
áður en hér var komið ævi hans. Ari var
fæddur árið 1068 og samdi fyrri bóldna
eftir 1120; auk þess liafa þeir heimildar-
menn sem vísað er til í íslendingabók þá
flestir verið látnir og Ari verið farinn að
afla sér fróðleiks um þetta efni, og líklega
skrifa hjá sér, löngu áður en hann hóf
sjálft verkið. En eins og Jakob tekur fram
verður ekki ályktað af þessu að Ari hafi
þá þegar samið meira háttar sagnarit. Hins
vegar hneigist Jakob að þeirri skoðun að
Ari hafi átt nokkurn hlut að samningu
Frum-Landnámu. Það mál ræðir hann nán-
ar í 14. gr. formála, og er þar bezta yfirlit
sein hingað til heíur verið tekið saman um
það efni og bætt við nýjum athugunum.
Síðan J. B. skrifaði þetta hefur það
borið til nýmæla að Ara hefur með all-
miklum líkum verið eignað ritverk sem
hann hefur ekki verið bendlaður við svo
að menn viti. Er þar um að ræða veraldar-
sögu ágrip eftir beztu útlendu fyrirmynd-
um sins tíma, og liefur Stefán Karlsson
leitt í ljós furðu margt sem bendir til Ara
(sjá Afmælisrit Jóns Helgasonar, 1969,
bls. 328—349).i
Landnámabókartexti þessarar útgáfu
kann að koma sumum lesendum nokkuð á
óvart, nema þeir hafi áður lesið greinar-
gjörð útgefanda á bls. cl í formála. Það
skal og tekið fram vegna þeirra — trúlega
mörgu — lesenda Islenzkra fornrita sem
1 Stefán vekur m. a. athygli á því að
Ara hefur samkvæmt íslendingabók verið
miklu tamari sögnin að skrija en að rita
(ríta), og kemur það heim við veraldar-
söguhrotin, en er gagnstætt venju annarra
elztu heimilda um íslenzkt ritmál sam-
kvæmt talningu L. Larssons i Ordförrádet
i de alsta isliinska handskrifterna (44 sinn-
um ríla, en 4 skrija). Bæði eru þessi sagn-
orð tökuorð í íslenzku, skrija úr þýzku
(fhþ. scriban er tökuorð úr lat.), og rila
úr engilsaxnesku (writan; áður um að
rista rúnir). Líklegt má þykja að sögnin
skrija hafi verið orð elztu Skálholtsbiskupa
um þá íþrótt. Þeir feðgar, Isleifur og Giss-
ur, höfðu báðir lært í þýzkum skóla á yngri
árum, en Teitur ísleifsson var kennari Ara.
Sögnin að lesa, sem var gömul í germönsk-
um málum um að tína saman o. f]., fékk
fyrst í þýzku merkinguna að lesa það sem
skrifað hefur verið, og lærðu Norðurlanda-
menn þá merkingu af Þjóðverjum. 1 forn-
ritum kemur einnig fyrir að höfð er sögnin
að ráSa um að lesa rit (sbr. og að ráða
rúnir, ráða gátu o. fl., en engilsaxar sögðu
rædau). Yfirleitt má gjöra ráð fyrir tals-
verðum þýzkum áhrifum á fyrstu öld krist-
indóms og lærdóms á íslandi, þó að þau
engilsaxnesku hafi ótvírætt verið meiri.
190