Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 101
Skemmtilegt er myrkrið hans um mannlegt mál sem lærisveinar hans betrumbættu á ýmsa lund.9 Eru þá ótaldar þær óráðnu rúnir vísindalegrar hugsunar sem Tilraun um manninn fjallar einkum um, þar á meðal vandi vélhyggjunnar og vandi greiningar vitundarlífsins. En um þessar rúnir fjallaði Descartes, án þess þó að ráða þær, af meiri skarpskyggni en nokkur fyrirrennari hans í hugmyndasögunni, nema ef vera skyldi Platón. Enn hef ég ekki rakið og hrakið dæmi þess handbókafróðleiks sem Jóhann Páll virðist setja allt traust sitt á, dæmi á borð við það að Wittgenstein hafi kennt í Tractatus logico-philosophicus að „öll reynsla væri samansett af ein- földum, aðgreinanlegum frumstaðreyndum“ (JPÁ 174): svo vill til að þetta er alkunn firra sem því miður má lesa í Hvem tœnkte hvad10 og sambærileg- um bókum þótt fræðimenn hafi haft sig alla við um langt skeið að leiðrétta svo hrapallegan misskilning.11 En áður en ég fjalla nánar um þvílíkt dæmi er rétt ég geti þess að sögulegu sjónarmiði kvers míns (ef hafa má svo hátíð- legt orð um jafn hversdagslegan hlut) var beinlínis og af ráðnum hug stefnt gegn slíkum fróðleik. Hafði ég þá einkum eina handbók í huga, Heimspeki- sögu Vesturlanda eftir Bertrand Russell, sem mun vera víðlesnust allra slíkra bóka.* En hún er flestum þeirra lík að því leyti að frásögn hennar getur ekki heitið annað en stórlega villandi, til dæmis fyrir þá sök að þar er gerður greinarmunur heimspeki og vísinda sem á sér enga stoð í hinum sögulegu heimildum. Nú mega menn ekki skilja mig svo að ég vilji kenna fáfræði Russells og annarra höfunda handhóka um hina villandi mynd sem þeir bregða upp í bókum sínum. í flestum tilvikum er um einhæft efnisval að ræða sem helg- ast af þeim greinarmun sem gera má á þeim viðfangsefnum gamalla höfunda er njóta fyllstu virðingar enn í dag og hinum sem úrelt eru af einhverjum ástæðum: í alþýðlegri handbók er eðlilegt að hinum fyrrnefndu sé gert mun hærra undir höfði en hinum síðarnefndu og þá á kostnað þess að um góða og gilda söguritun geti verið að ræða. Raunar gengur Russell enn lengra en flestir aðrir í þessu tilliti: segja má að hann reki þær ráðgátur fyrri hugsuða einar í sögu sinni sem hann hefur sjálfur látið í ljósi frumlegar skoðanir á í ritum sínum. Til dæmis verður orsakalögmálið í ljósi svonefndrar aðleiðslu- gátu að höfuðviðfangsefni Humes í sögu Russells, enda fjallaði Russell sjálf- ur um þessa gátu af mikilli ástríðu um nokkurt skeið auk þess sem ýmsir læri- * Ég iðrast þess nú að hafa ekki getið þessa tilgangs míns sérstaklega, heldur látið almenn orð nægja um algengan vanskilning á sögu heimspekinnar (ÞG 22—23). En ég fæ ekki séð að þessi yfirsjón mín afsaki Jóhann Pál fremur en margar aðrar. 291
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.