Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 44
Ttmarit Máls og menningar Hann er búinn með talnabandið. Hann snýr sér að biskupunum sem enn standa honum við hlið, og segir: Þá hverf ég til míns helga starfs að nýju. VI Sagan er á leiksviði lítið annað en stórfengleg umgjörð, bakflötur fyrir persónurnar að unnast og þjást við, hata og rækja sinn einka-sjónleik. Stundum eiga þær hlut að sögulegum gangi mála, sem flækir fyrir þeim örlögþráðinn, en hættir þó ekki að vera búningur, meira eða minna hvum- leiður: hárkolla, pilsaþön, sverð sem danglast um fætur. Auðvitað eru þess konar leikir ekki sögulegir nema á yfirborði. En til eru aðrir leikir þar sem sagan er ekki eingöngu bakflötur eða umgerð sem leikið er í, eða öllu fremur leikurinn þulinn á sviðinu af leikurum sem eru dulbúnir eins og sögulegar persónur. I þeim leikjum kunna leikararnir söguna, hafa lært hana reiprennandi, og fara sjaldan skakkt með. Schiller var sígildur höfundur söguleikja af þessu tagi. Marx kallaði persónur hans tal- andi lúðra nútíma-hugsjóna. Þeir túlka söguna af því að þeir vita hvaða lausn hún hefur að bjóða. Þeir geta stundum markað raunhæfar stefnur og leitt þjóðfélagsöfl til átaka. En jafnvel það merkir ekki að tekizt hafi að setja söguna á leiksvið. Einungis hefur kennslubók í sögu verið opnuð á leiksviði. Þar kunna fræðin að vera mótuð af hugsjónum eins og hjá Schiller og Romain Rolland, eða af efnishyggju, eins og í leikritum Búchners og Brechts; allt um það er þetta kennslubók. Söguskoðun Shakespeares er af öðrum toga en þeirra tveggja sem nefndir voru. Sagan sprettur fram á sviðinu, en hún er aldrei einungis leikin. Hún er ekki bakflötur eða umgjörð. Hún sjálf er aðal-persóna í harmleik. En hvaða harmleik? Það eru til tvær frumtegundir af sögulegum harmleik. Onnur rís upp af þeirri vissu, að sagan hafi tilgang, ljúki sínum ætlunarverkum og marki ákveðna stefnu. Hún er skynsamleg, eða getur að minnsta kosti orðið skilj- anleg. Harmleikurinn er þá fólginn í gjaldi sögunnar, því verði sem mann- heimur hlýtur að kaupa framvinduna. Fyrirrennarinn, sem hrindir fram óbilgjörnu hjóli sögunnar, en hlýtur sjálfur að kremjast undir því, af því einu að vera á undan sínum tíma, hann er einnig harmsefni. Þetta er sá skilningur á sögulegum harmleik sem Hegel hélt fram. Hann var í námunda 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.