Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 44
Ttmarit Máls og menningar
Hann er búinn með talnabandið. Hann snýr sér að biskupunum sem enn
standa honum við hlið, og segir:
Þá hverf ég til míns helga starfs að nýju.
VI
Sagan er á leiksviði lítið annað en stórfengleg umgjörð, bakflötur fyrir
persónurnar að unnast og þjást við, hata og rækja sinn einka-sjónleik.
Stundum eiga þær hlut að sögulegum gangi mála, sem flækir fyrir þeim
örlögþráðinn, en hættir þó ekki að vera búningur, meira eða minna hvum-
leiður: hárkolla, pilsaþön, sverð sem danglast um fætur. Auðvitað eru þess
konar leikir ekki sögulegir nema á yfirborði. En til eru aðrir leikir þar sem
sagan er ekki eingöngu bakflötur eða umgerð sem leikið er í, eða öllu
fremur leikurinn þulinn á sviðinu af leikurum sem eru dulbúnir eins og
sögulegar persónur. I þeim leikjum kunna leikararnir söguna, hafa lært
hana reiprennandi, og fara sjaldan skakkt með. Schiller var sígildur
höfundur söguleikja af þessu tagi. Marx kallaði persónur hans tal-
andi lúðra nútíma-hugsjóna. Þeir túlka söguna af því að þeir vita hvaða
lausn hún hefur að bjóða. Þeir geta stundum markað raunhæfar stefnur
og leitt þjóðfélagsöfl til átaka. En jafnvel það merkir ekki að tekizt hafi
að setja söguna á leiksvið. Einungis hefur kennslubók í sögu verið opnuð
á leiksviði. Þar kunna fræðin að vera mótuð af hugsjónum eins og hjá
Schiller og Romain Rolland, eða af efnishyggju, eins og í leikritum
Búchners og Brechts; allt um það er þetta kennslubók.
Söguskoðun Shakespeares er af öðrum toga en þeirra tveggja sem nefndir
voru. Sagan sprettur fram á sviðinu, en hún er aldrei einungis leikin. Hún
er ekki bakflötur eða umgjörð. Hún sjálf er aðal-persóna í harmleik. En
hvaða harmleik?
Það eru til tvær frumtegundir af sögulegum harmleik. Onnur rís upp af
þeirri vissu, að sagan hafi tilgang, ljúki sínum ætlunarverkum og marki
ákveðna stefnu. Hún er skynsamleg, eða getur að minnsta kosti orðið skilj-
anleg. Harmleikurinn er þá fólginn í gjaldi sögunnar, því verði sem mann-
heimur hlýtur að kaupa framvinduna. Fyrirrennarinn, sem hrindir fram
óbilgjörnu hjóli sögunnar, en hlýtur sjálfur að kremjast undir því, af því
einu að vera á undan sínum tíma, hann er einnig harmsefni. Þetta er sá
skilningur á sögulegum harmleik sem Hegel hélt fram. Hann var í námunda
138