Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 107
innar tegundar meðal annarra lífvera eða sjálfs sín vitandi einstaklingur, gæddur frjálsri vitund, er greinir mig frá þeim margbrotna hlutveruleika, sem virðist umlykja mig? En hvað er hlut- veruleiki? Er skynjun mín fyllilega vitnisbær um það? Hversu oft hefi ég ekki staðið hana að skynvillum eða lát- ið ímyndun mína eða fordóma annarra hlaupa með mig í gönur? Hvar er að finna traustan grundvöll þekkingarinn- ar? Slíkar spurningar geta vaknað í vit- und hvers fullgreinds manns, en jafn- framt eru þær uppsprettulindir heim- spekinnar. Einmitt hún leitast við að skýra afstöðuna milli mannlegrar vit- undar og hinnar skynjanlegu tilveru. Um leið og leitað er til hennar, rýmkast sjónarsviðið ómælanlega. Fyrir hartnær 24 öldum braut Platon heilann um sömu ráðgátuna: hvað er veruleiki? Eins og vísindi síðari alda hafa leikið svo oft, snýr hann hversdagsreynslunni við. Hinn hugsæilegi heimur, hugsjón- irnar, hin óhagganlegu hugtök, það er raunveruleikinn, en hlutirnir, sem við kynnumst fyrir meðalgöngu skynfær- anna er „heimur hverfulla mynda' (sbr. bls. 18). Raunsærri könnun hefst á 17. og 18. öld, þegar Descartes og síðan Kant taka að rannsaka þekkingargetu mannlegrar skynsemi og leita öruggs svars við spurninni: „Hvað get ég vitað með fullri vissu?" (bls. 23). Með útkomu höfuðrits Kants, Kritik der reinen Ver- nunft (Gagnrýni hreinnar skynsemi) og síðari ritum hans, hefst í alvöru skeið sjálfsgagnrýnandi heimspeki. Áhrifa hans gætir síðan hjá hverjum málsmet- andi heimspekingi innan evrópskrar og amerískrar menningar. Með honum hefst það blómaskeið þýzkrar heimspeki, hugsæisstefnan eða idealisminn, sem Umsagnir um bœkttr lýkur með dauða Hegels 1831. (Goethe dó ári síðar). „En Hegel," segir höfund- ur okkar, „ætlar heimspeki sinni að mynda röklegt hugsunarkerfi sem veiti skilning á öllum þáttum tilverunnar, hversdagslegri reynslu sem vísindalegri þekkingu, stjórnmálum sem trúarbrögð- um, listum sem efnahagsmálum." (bls. 15). Þannig ásannast undirtitill bókar- innar: Brot úr hugmyndasögu. Þó að höfundur fari að verulegu leyti eigin leið, gefur hann gaum þeim sannindum, sem eldri hugsuðir, bæði íslenzkir og erlendir, hafa lagt til þeirra mála, sem hann rökræðir. Alhliða ágrip af þróunarsögu heim- spekinnar rúmast vitaskuld ekki á þeim fáu blaðsíðum, sem höf. hefir til umráða. Hann setur sér því þau takmörk að leit- ast einkum við „að gefa örlitla hugmynd um kenningu þess heimspekings sem öðrum fremur hefur mótað sögu heim- spekinnar síðusm 150 árin: Georg Wil- helm Friedrich Hegel." (bls. 14). Sú takmörkun er eflaust skynsamleg; ærið er verkefnið eigi að síður, því að heim- spekikerfi Hegels er geysilega marg- brotið, enda er því ætlað, eins og dr. Páll segir, að sameina og skýra í einu röklegu hugsunarkerfi allar greinir, andstæður og þróunaröfl menningarinn- ar. Hann semur til þess sérstaka rök- fræði, hina dialektisku, sem veiti betri tök á því en rökfræði Aristotelesar, sem Kant notaði og endurbætti, að sundur- liða viðfangsefnið svo hlífðarlaust til hinna dýpstu raka, að það framkalli sjálfkrafa andstæðu sína, sem við sams konar meðhöndlun sýni sameiginlegan meginkjarna með hinu fyrra, þótt áður virtust þær ósættanlegar andstæður, en eru nú upphafnar og sameinaðar á æðra skilningsstigi (synthese). Þessi þrjú hugsunarskref — thesis == frum- hverfa, antithesis = andhverfa, syn- 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.