Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar menn koma fram í föðurhlutverki eru mér minnisstæðastir tveir feður, faðirinn í samnefndu leikriti Strindbergs og Lars Peter í Ditta mannsbarn eftir Nexö. Svo ólíkir sem höfundarnir og persónur þeirra eru, eiga þessir tveir feður það sameiginlegt, að þeir vilja vera feður. Annar berst upp á líf og dauða við móðurina um yfirráðin yfir afkvæmi þeirra, hinn berst einnig upp á líf og dauða fyrir lífi og afkomu þeirra barna, sem gera hann að föður. Hinn fyrrnefndi tapar leiknum við andstæðing sinn, vegna þess að hann berst fyrir því með valdi, sem hann hefir aldrei átt, þeirri ást og trausti barnsins sem umönnun hins fullorðna hlýtur að launum, hver sem veitir þá umönnun. Hversu harðskeytta, grimmúðuga og slæga sem Strindberg gerir móður- ina, dylst ekki að dóttirin ber meira traust til hennar en föður síns, vegna þess að hún þekkir hana betur en föður sinn. Hinn síðarnefndi, Lars Peter, er mér hugþekkastur allra feðra, sem ég hefi lesið um í skáldverkum. Hann þarf ekki að berjast við neinn um hollustu þeirra barna, sem hann gengur í föðurstað. Allt sem þau þarfnast veitir hann af því umhugsunar- lausa örlæti, að jafnvel Ditta, sem náttúran hefir gert að slíkri móður að öll hennar skamma ævi fer í þjónustu við það hlutverk, gerir ekki betur en að vera jafnoki hans. Nú er síður en svo, að Lars Peter sé blóðlaus hug- mynd að fyrirmyndarföður. Hann er svo lifandi og sjálfstæður persónu- leiki, að lesanda finnst þar kominn góðkunningi, sem hann hefir lengi þekkt. En hvaða kunningi er það? Og flestir minnast einhvers sem þeir hafa þekkt á lífsleiðinni, sem að vísu var ekki alveg eins og Lars Peter, en líkingin er nógu mikil til þess, að raunveruleiki Lars Peters er óum- deilanlegur. Lars Peter er sannarlega ekki alinn upp til að verða faðir í þessari merkingu, fremur en aðrir karlmenn. Og karlmennska hans er óum- deilanleg. Að því leyti er hann fullkominn fulltrúi „sterkara kynsins". En karlmennskan leggur ekki hömlur á ástúð hans, nærgætni og umburðar- lyndi. Lars Peter hefir, að mínu viti, til að bera alla þá eiginleika, sem mæður eru mest lofaðar fyrir í ljóði og ræðu, nema að hann er stór og sterkur karlmaður. En lámm skáldskap liggja milli hluta að sinni. A undanförnum árum hefi ég oft lagt þá spurningu fyrir sjálfa mig og aðra, hvort karlmenn kærðu sig í raun og veru um jafnrétti við konur í foreldrahlutverkinu. Réttindum fylgja skyldur og ábyrgð, og eigi karlar og konur að fá raunverulegt jafnrétti verða bæði kynin að læra verk, sem þau hafa ekki unnið áður. Enginn spyr um það, þegar telpunni er gefin brúða til að æfa hana undir móðurhlutverkið, hvort hana langi til að eiga 322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.