Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 19
]akobína Sigurðardóttir Utangarðshluti fjölskyldunnar: Faðirinn Meðal sumra tegunda í hinu fjölskrúðuga skylduliði, sem nefnt er lífverur, tíðkast það að þegar æxlun hefir farið fram, ræðst kvendýrið á maka sinn, drepur hann og étur. Móðir náttúra er hagsýn, hún virðist hafa sín ráð til að koma í veg fyrir offjölgun hverrar tegundar. Karldýrið hefir lokið sínu lífshlutverki, kvendýrið er einfært um að sjá fyrir viðhaidi tegundar- innar úr þessu og því engin ástæða til að lengja líf hinna ólánssömu elsk- huga. Það er að segja, frá sjónarmiði okkar manna eru þetta grimmileg örlög og myndu þykja ljótur endir á mennskri ástaleiksögu. Reyndar eru þær að miklum meirihluta skráðar af karlmönnum í karlmannaveldissam- félagi. Þegar ég las yfir framanskráðar hugleiðingar mínar um uppeldi og sambúð kynja, þá brá mér ónotalega í brún. Mér varð nefnilega Ijóst, að mér hafði að mestu sézt yfir annan aðilann að uppeldi barns í fjölskyld- unni: föðurinn. Og þá minntist ég þessara frændkvenna minna með föður- lausa samfélagið. Hvers vegna hafði ég gengið út frá því sem gefnu, að þótt samfélagið breyttist í það horf að konur þyrftu ekki að nota maka sinn sem fyrirvinnu, þá myndi ábyrgðin á uppeldi barnanna samt sem áður hvíla þyngst á herðum mæðranna? Mér varð Ijóst, að ég hafði hugsað um karlmanninn fyrst og fremst sem maka konunnar, ekki sem föður afkvæm- anna og jafn-réttháan henni um ábyrgð og umönnun þessara afkvæma. Var það náttúran sjálf, ómeðvituð erfð frá löngu gleymdu upphafi lífsins, sem glapti mér sýn? Eða var það umhverfið, uppeldið og vanahugsun ann- arra og sjálfrar mín, sem þar voru að verki? Hvert er þá hlutverk föður- ins í mannlegu samfélagi? Ekki fyrirvinnunnar eða makans, heldur föður- ins. Konan er alin upp til að verða móðir. En er karlmaðurinn alinn upp til að verða faðir? Og hvert er svo hlutskipti hans í því hlutverki? Til mæðra hafa karlmenn ort ódauðleg ljóð. Til feðra hafa fáir ort, svo ég viti, og ekkert sem gemr jafnazt á við dýrkun sona á mæðrum. Þegar ég hugsa til þeirra skáldverka, sem ég hefi fengið nasasjón af, þar sem karl- 2 1 TMJI 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.