Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
þetta upp sjálfir og þeim hefur reynzt vel að skipta náminu niður á þennan
hátt.
Astæðan fyrir því að skipting náms í einingar hefur reynzt vel í banda-
rískum skólum er sú að nemendum er þar ætlað að velja sér einstök nám-
skeið því sem næst frjálst og bera síðan ábyrgð og áhætm af því. Það er
ekkert óvenjulegt að í miðlungsstórum framhaldsskóla séu kennd 30 til
40 mismunandi námskeið í ensku, þ. e. 7 til 10 mismunandi námskeið fyrir
hvert hinna fjögurra námsára skólans. Nemendum er gert að velja eitt eða
fleiri námskeið á ári, þeir velja eftir getu sinni og geðþótta. Svipað gildir
um aðrar námsgreinar. Nemendur velja námsgreinar sínar að minnsta kosti
hvert ár, oftast á hverju misseri og geta breytt um áherzlu í námi sínu
við hvert slíkt val. Tiltekið námsval veitir engin sérstök réttindi.
Hér hefur einingaskiptingin að vísu verið tekin upp til þess að innleiða
val, en prússneska hefðin er mönnum svo samgróin að þeim hefur enn ekki
dottið í hug að leggja jafnframt niður þá nákvæmu deildaskiptingu og
þrautskipulagningu námsferils hvers nemanda, sem ræðst af gamalli fyrir-
mynd embættisnáms og iðnfræðslu. En þessar tvær hugmyndir um valfrelsi
og strangt skipulag stangast einfaldlega á. Ef námseiningum er skipað
saman í námsbrautir, verða nemendur að velja námsbraut, og þar með
binda þeir val sitt á námskeiðum langt fram í tímann, og skipting námsins
í einingar er þá óþarfi, eða jafnvel skaðleg, þótt hún kunni að vera til
lítils háttar hagræðis í stjórnun skóla.
Gagnrjni.
Það sem sagt hefur verið hér á undan hefur beinzt að tiilögunum sjálf-
um og greinargerðinni, að efninu, sem virðist vera í tillögunum eða vanta
í þær. Þar virðist margt aðfinnsluvert, sumt jafnvel hættulegt, fleira til-
gangslaust, flest vanhugsað. Tillögurnar virðast þannig í heild sinni ótæk-
ar. En þessi málefnalega hlið þeirra er í rauninni með hinum mestu ágæt-
um ef þess er gætt hvernig unnið hefur verið að tillögusmíðinni.
I fylgibréfi tillagnanna segir að nefndarmennirnir fjórir hafi fjallað um
tillögurnar á 46 fundum. Setjum svo að hver fundur hafi staðið tvo tíma
en undirbúningur í aðra tvo tíma fyrir hvern fund. Þá hafa af nefndarinnar
hálfu farið um það bil 800 vinnustundir í undirbúning tillagnanna, þ. e.
tæplega hálft mannár. (Guðmundur Finnbogason fékk tvö til síns starfs.)
Á einum stað í greinargerðinni er þess getið að í framhaldsskólunum öll-
um verði um 10.000 nemendur á öllum námsárum. Þannig hefur verið
394