Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 107
ber svipmót umræðu — og er það vel — en miður að hann er á köflum helsti laus í böndum og jaðrar við fjas þegar verst lætur. Að hluta til er fyrsti kafl- inn, Félagsfrœði sem námsgrein, brennd- ur þessu marki. Missmíð hans stafar trúlega af því að höfundur hefur færst of mikið í fang, kappkostað að fjalla um of margt í senn: um einkenni menn- ingar og mannlegs samfélags, eðli fé- lagsvísinda, þekkingarfræði þeirra og siðfræði. Framsetningin miðast við tals- verða forþekkingu og er því óaðgengi- leg byrjendum í greininni, svo sem undirritaður getur vottað af kennslu- reynslu. Erfitt getur því verið að stand- ast þá freistingu sem höfundar vara sér- staklega við í upphafi, þ. e. að sleppa fyrsta hlutanum. Eins og áður segir eru lykilhugtök innleidd smám saman. Þetta er mikil- vægt kennslufræðiiegt sjónarmið, en get- ur torveldað nýliðum skilning og full not af textanum ef efninu er ekki raðað samkvæmt því. Nokkuð brestur á að þessa hafi verið nógsamlega gætt. Um félagsmótun er m. a. fjallað í 4. kafla (Mennmn), m. a. með hliðsjón af hug- takinu félagslegt hlutverk; hins vegar er það ekki innleitt til umræðu og skil- greiningar fyrr en í 5. kafla. I allri um- ræðu um félagsmótun tengist hlutverks- hugtakið öðru hugtaki, þ. e. innhverf- ing, en það kemur lítt við sögu fyrr en í síðasta kafla. Hið sama er að segja um lykilhugtök eins og gildi og félagslegt taumhald. Þessi niðurröðun setur um- ræðu um félagsmótun augljós takmörk að svo miklu leyti sem hún er bundin við fjórða kafla. Skrá yfir atriðisorð í bókarlok gefur hins vegar bendingu um hvar finna megi efni um einstaka þætti; er mikilvægt að þetta hjálpartæki sé nýtt til fulls í kennslu. Umsagnir um bcekur Hvað sem líður andófi höfunda gegn raunspeki og þröngri reynslustefnu (empiricism) í félagsfræði gerast þeir ekki talsmenn þess „skóla" í félagsfræði sem kenndur er við róttækni eða gagn- rýni („radical, critical sociology“). Þeir eru býsna hefðbundnir í vali viðfangs- efna, dvelja fremur við smærri ferli og gerðir þjóðfélagsins en hin stærri og gera ekki meira úr ójöfnuði í þjóðfélag- inu en ýmsum öðrum þáttum þess. Atökin í þjóðfélaginu eru þeim ekki hugstæðari en samloðun þess. Þess ber reyndar að gæta að það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem hinni róttæku félagsfræðistefnu1 hefur vaxið verulega ásmegin í háskóladeildum Vesturlanda, samfara tvíefldum áhuga þeirra á hug- myndum Karls Marx. En þrátt fyrir hóf- semi í endurskoðun ríkjandi hugmynda er ljóst að Worsley og félagar hans hall- ast fremur til vinstri en hægri í hug- myndafræðilegum skilningi. Þýðendum bókarinnar hefur verið ærinn vandi á höndum. Textinn á frum- málinu er víða skrifaður á samþjöpp- uðu sérfræðimáli sem margur breti mundi líklega fúlsa við. Þetta sérfræði- mál á sér í mörgum tiivikum enga hlið- stæðu í íslensku ritmáli, jafn ótamið og það er við félagsfræðilega hugsun. Því fer vart hjá því að með nákvæmri þýð- ingu slíks texta verði syndgað á kostnað eðlilegs máls, þótt ekki sé nema vegna mikils fjölda nýyrða sem slík þýðing krefst. „Góð“ íslenska hlýtur víða að eiga í vök að verjast. Þýðendur hafa kosið að fylgja frum- 1 Til dæmis um kennslubækur sem rit- aðar eru í anda hennar má nefna: J. Israel: Sociologisk grundbog, og Ch. H. Anderson: Toward a New Socio- logy. 409
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.