Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 121
Eftirmáli og kveðjuorS Forustumenn Máls og menningar gerðu það skírt í inngangsorðum Tímaritsins að félagið og ritið væri ekki gert út af neinum stjórnmálaflokki og hefði ekki flokkspólitíska hagsmuni. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að andstæðingar Máls og menningar og Tímaritsins hafa ævinlega reynt að líma það fast við „Flokk- inn‘‘, og einatt ekki leitað að öðrum rökum fyrir gagnrýni sinni. Hér er nú satt að segja margt að athuga. Það er ekki efamál að hugmyndin með stofnun Timaritsins var að gera það að vettvangi þar sem höfundar með ólíkar skoðanir gætu mætzt. Eða eins og stendur í 2. hefti 1. árgangs: Það „er okkur metnaðarmál að umræðuefni séu rædd á breiðum grundvelli, þó þannig, að allar þær skoðanir, sem fram koma, séu í lýðræðislegum anda, séu þrungnar einlægum menningaráhuga og styðji málstað alþýðu í landinu". Auðvitað var hægurinn hjá fyrir andstæðinga Tímaritsins að túlka þetta sem einbert fals, enda var það óspart gert. Nú varð sú raunin að póli- tíska þróunin í landinu setti þessari viðleitni fljótlega töluverðar skorður. Harðn- andi andstæður náðu þó aldrei að áorka því að þessi upphaflega stefna yrði lögð fyrir róða. En Kristinn E. Andrésson lét stundum í ljósi harm sinn yfir því að grundvöllur Tímaritsins varð að þrengjast. Svo hlaut að verða þegar tekizt hafði að skipta þjóðinni í tvennt um afstöðuna til þess herveldis sem náð hafði fótfestu í landinu og ætlaði sér ekki að fara þaðan aftur. Otvírætt virðist það að stofnun Máls og menningar og Tímaritsins er þáttur í uppreist íslenzkrar alþýðu á áratugunum 1920—1950. Að þvi leyti var líka náttúr- legt samband og samúðartengsl milli Sósíalistaflokksins og Máls og menningar. Eg efast til dæmis ekki um að hið langvarandi dauðastríð Sósíalistaflokksins, sem byrjaði raunar strax upp úr 1950, hefur orkað á leiðarstein Máls og menningar, en þá kom þó bezt í ljós að grundvöllur Máls og menningar var ekki Flokks- grundvöllur. Stuðningsmenn og vini hefur Mál og menning og Tímarit Máls og menningar jafnan átt í öllum flokkum íslenzkra stjórnmála, og, ekki má gleyma því, utan allra flokka. En það liggur í hlutarins eðli að félagið og Tímaritið hafa ekki getað vænzt þess að verða vinsæl með eindregnum flokksmönnum hægra megin við miðju í kerfi íslenzkra stjórnmála. Réttast mun að segja, að þrátt fyrir tengslin við „Flokkinn“ hafi Mál og menn- ing aldrei orðið undirgefið honum og Tímarit Máls og menningar aldrei flokks- pólitískt málgagn. Fyrr og síðar hafa einsýnir og skammsýnir flokksmenn verið miðlungi ánægðir með það að flokkur þeirra skyldi ekki hafa vald yfir Máli og menningu, eða eins og þeir segja á sínu máli: Flokkurinn þurfti að „virkja“ Mál og menningu. Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast. Nú upp á síðkastið er aftur farið að berja þá bumbu að í lýðræði framtíðarinnar, þessarar framtiðar sem byrji á morgun, eigi að ríkja jöfnuður milli framleiðenda andlegra afurða; að ekki beri að gera upp á milli meðallagsins og hins ágæta; þar að auki, ef út í það væri farið, skuli einfaldur meirihluti skera úr hvað ágætt sé. (Menn geta sannfærzt um að þessi vandamál eru ekki alveg ný af nálinni með 423
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.