Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 91
Tramhaldsskólar lið. Hvorugt er kleift eins og nú er ástatt um fjárveitingar til menntamála. Hér má enn sjá ókosti miðstýringar. Atvinnurekandi sem kaupir dýrt tæki til að nota í arðbærum rekstri getur vel leyft sér að nota tækið að hluta til þjálfunar starfsliðs, en skóli sem kaupir sams konar tæki til kennslu getur ekki notað það til neins annars. Vegna þessa eru allar líkur á að skóla- kerfið, einkum ef það er samræmt, verði ævinlega á eftir einkaaðilum í tæknilegum efnum. Annar galli á starfsnámi í skólum er sá að í því er fólgin dulin fjár- munafærsla til ýmissa aðila í þjóðfélaginu. Ef skólakerfið sér um alla starfs- mennmn er létt af starfsgreinum og einstaklingum kostnaði sem þeir hafa hingað til borið eða öllu heldur látið koma fram í verði vöru og þjónustu. Þar sem þessi skipan dregur þannig úr ábyrgð einkaaðila herðir hún veru- lega á forsjónarhlutverki skólakerfisins en eykur fjölda og mátt þeirra sem gera kröfur til skólanna án þess að þurfa að leggja nokkuð af mörkum sjálfir. Auk þessa er ljóst að fjármunafærslurnar verða mjög misháar eftir starfsgreinum, þannig verður almannafé mjög misskipt og því raunar bein- línis beitt til að mismuna þegnunum. Af þessu hljóta að rísa harðvítugar deilur, en jafnframt er líklegt að af þessu rísi kröfur um takmarkaðan að- gang að námi með öllu sem slíku fylgir. Þegar nefnd er hin útgönguleiðin úr þessum vélasal samræmds fram- haldsskóla, aðgangs að námi á háskólastigi, hillir að líkindum undir enn voveiflegri tillögur, sem skynsamlegast væri að spá engu um fyrr en þær koma í sjónmál. En hillingarnar eru uggvænlegar. Verða á næstunni settar reglugerðir um bifreiðasmíðar á háskólastigi? Hárskurð? Hvaðan kemur eiginlega sú hugmynd að í háskóla sé að leita lausnar alls vanda? Er þetta kannski skylt eðlisávísun ættingja okkar að klifra tré þegar þeir verða rugl- aðir eða hræddir? Hvernig vita menn annars að háskóli er upp en ekki niður eða bara til hliðar? Að sjálfsögðu er lausna að leita í háskóla í þeim skilningi að háskólinn mun kunna skýr svör við öllum þessum spurning- um þegar ráðuneytið sendir honum fullgerða reglugerð um nám á háskóla- stigi til skjótrar umsagnar. Liður 4) um einingakerfi og samröðun í fastar námsbrautir er í undar- legri mótsögn við sjálfan sig. Það er reyndar mjög í tízku að skipta námi í einingar, háskólinn gerði eitthvað af þessu fyrir rúmum fimm árum og smátt og smátt breiðist þetta út þar, menntaskólarnir hafa síðan fylgt í kjölfarið. Hér hefur þetta mest verið haft eftir Svíum, sem hafa að öllum líkindum haft þetta eftir Bandaríkjamönnum, sem trúlega hafa fundið 393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.