Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 72
Jan Kott Makbeð eða Hinn morðsýkti Hver er svo blóði drifinn? (Makbeð, I, 2) Vélin Mikla í Ríkarði þriðja starfar einnig í Makbeð, jafnvel af enn meiri hrottaskap. Makbeð hefur bælt niður uppreisn, og er kominn í ná- munda við konungdóm. Hann getur orðið konungur, svo hann verður að gerast konungur. Hann drepur hinn rétta þjóðhöfðingja. Síðan verður hann að drepa vitnin að þeim glæp, og þá sem grunar glæpinn. Hann verður að drepa syni og vini þeirra sem hann hefur drepið. Svo fer, að hann verður að drepa alla, því allir standa gegn honum: Riddara fleiri fram- Þið sópið landið, og hengið allt sem æðrast. Brynju mína! (V, 3) Loks hlýtur hann sjálfur að vera drepinn. Hann hefur fetað alla leið upp og ofan hinn mikla stiga sögunnar. Gangur mála í Makbeð er hinn sami og í söguleikjunum. En ágrip af gangi mála er villandi. I Makbeð er sagan ekki sýnd sem Vélin Mikla eins og í söguleikjum Shakespeares. Hún er sýnd sem martröð. Vél og martröð eru aðeins tvenns konar líkingar, sem tákna sömu baráttu til valds og tign- ar. En tvenns konar líkingar sýna tvenns konar tök á efni; og raunar meira en það: einnig tvenns konar skilning. Þegar sagan er sýnd sem vél, verður hún hugtak blátt áfram vegna þess að hún er ægileg og verður ekki um flúin. Martröð hins vegar lamar og ofbýður. I Makbeð birtist saga jafnt og glæpur sem einka-reynsla. Þar er tekin ákvörðun, valið og hafnað. Glæp- ur er afráðinn á eigin ábyrgð og skal framinn með eigin hendi. Makbeð myrðir Dúnkan sjálfur. I Makbeð er sagan á ringulreið eins og einatt er um martröð, og eins og martröð umlykur hún alla. Þegar vélin er á annað borð farin af stað, er vísast að hún kremji mann. Maður özlar fram um martröðina, sem smám saman stígur manni upp í háls. 374
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.