Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 23
Utangarðshluti jjölskyldunnar föðurinn í þessu þindarlausa kapphlaupi við þann hlut, sem getur veitt honum og konunni hans það freisi sem þau ímynda sér að þau hafi einu sinni átt og eigi rétt á? Flest störf sín vinnur hann fjarri börnunum og eiginkonunni. I mörgum tilfellum borðar hann aðeins kvöldverðinn á heimili sínu. Bjóðist helgidagavinna er hann einnig fjarri um helgar. Og þegar hann er heima er hann úttaugaður og andlega innantómur. Um bænd- ur er það að vísu rétt, að þeir vinna í nánd við heimili sín og fjölskyldu, neyta oftast matar með konu og börnum og börnin taka þátt í starfi með þeim þegar þau stálpast, en að öðru leyti er munurinn mjög lítill á aðstöðu bónda og verkamanns til að gegna föðurhlutverki, vegna hins óhemju langa vinnudags. Utkoman verður því nauðalík. Vel gemr verið að nútíma eigin- kona láti föðurinn gefa barninu að borða og ímyndi sér, að með því sé hann að inna af hendi skyldu, sem hann annars myndi koma á hana. Ekki er fátítt að heyra konur segja: Þú átt krakkann eins og ég, þú getur ein- hverntíma haft eitthvað fyrir honum. Eða jafnvel: Þú ert ekkert ofgóður til að gera eitthvað fyrir hann í staðinn fyrir að láta allt lenda á mér. Faðir- inn hlýðir og vinnur verkið oftast af sama áhugaleysi og önnur dagleg störf. En barnið stækkar og borðar mat sinn hjálparlaust. Og svo til einu afskipti föðurins af barninu, eftir að það hefir náð vissu marki sjálfsbjargar, eru þau að skakka stöku sinnum leikinn milli afkvæma sinna, ef þeim lendir saman í hans viðurvist meir en góðu hófi gegnir. Og til eru mæður, sem geyma föðurnum viss afskipti af afkvæmum, einkum drengjum, eftir að þau hafa náð nokkrum líkamsþroska, en það eru refsingar, líkamleg vald- beiting sem móðirin telur sig ekki hafa lengur orku ril að veita á sóma- samlegan hátt. Eg held að þetta atriði sé eitt það auðvirðilegasta, sem ég hefi haft kynni af í samskiptum kynjanna um uppeldi afkvæma, og oft furðað mig á að nokkur karlmaður skuli Iáta bjóða sér upp á þetta grýlu- hlutverk. En eins og hann gefur barninu að borða þegar konan hans skipar honum að gera það, eins flengir hann son sinn eftir fyrirmælum móður- innar, þar sem hann álítur hvorttveggja skyldu sína sem föður. I báðum tilfellum hefir móðirin frumkvæðið. Fyrr en varir hefir barnið náð skóla- skyldualdri og tekur að fjarlægjast heimili sitt. Auknar þarfir og kröfur barnsins auka enn á annríki móðurinnar, en hún verður æ meir ein innan veggja heimilisins. Fyrirvinnan þarf helzt enn að auka við eftirvinnu, næmr- og helgidaga- vinnu eigi hún að standa jafnfætis þeim um forsjá heimilisþarfanna, sem móðirin og börnin vitna oftast til sem fyrirmyndarfjölskyldufeðra. Osjálf- 325
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.