Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 101
þætt. Fer það og eftir lífsviðhorfi þess, er svarið gefur, hvort hann hefur trú á lífið og tilveruna. A tímum þegar norræn samvinna er svo að segja talin sáluhjálparatriði og milljörðum króna er til hennar varið, þar með talin ferðalög og landkynning, sýnist engin fjarstæða, að einhver sómi sé sýndur hinni andlegu hlið, þ. e. bók- menntum og öðrum listum, ef nokkur hefur þá tíma til að sinna þeim fyrir veraldlegu umstangi, hraða og skemmt- unum. Samt er það hin andlega hlið norrænnar samvinnu, sem ein skiptir meginmáli. „Brandur af brandi / brennur, unz brunninn er, / funi kveikist af funa. / Maður af manni / verður að máli kunnur / en til dælskur af dul“, stendur í Hávamálum. Svo kvað Valtýr Guðmundsson, maður sem nú er sjaldan vitnað í og engum dettur víst í hug að þýða á önn- ur mál, enda ekki talinn til mikilla skálda, þó er enn í dag sunginn eftir hann ljómandi fallegur texti: Töfra- mynd í Atlantsál. (Lagið er eftir Svein- björn Sveinbjörnsson). En vísur Valtýs eru svona: Yngri horfa á andlitið, er þeir svanna leita. Eldri blína á auSmagnið, ei um hitt þeir skeyta. En á lund og list og mennt líta fcestir sveina. Annað þó en þetta þrennt ei þýðing hefur neina. Hvort uppskerum vér arð, sem til út- sæðisins svarar við allt þetta brambolt? Höfum vér ekki gleymt takmarkinu við að horfa á andlitið, eins og dr. Valtýr íslenzk Ijóð í norskri þýðingu sagði, að þeir ungu gerðu forðum, eða þá auðmagnið, þegar hinir eldri leituðu sér ráðahags? Gleymist ekki stundum lund og list og mennt, þetta sem mestu máli skiptir þó, hinir hljóðlátu þættir menningarinnar í hávaða og skálaræð- um, fáguðu yfirborði og fínum dráttum í stað þess, er gefur lifinu mest gildi? Þýðingar Orglands eru fágæt land- kynning, þverskurður af fágætu innra lífi þjóðar, hugsun hennar og tilfinn- ingu, vilja og vitund. Þetta er einstakt afrek, sem ásamt þýðingum hans á ein- stökum höfundum, áður gerðum, á sér engan líka í túlkun lífs og listar. Per- sónulega er ég ekki í neinum efa um, að nýnorskan, sem þessi ljóð eru þýdd á, er það mál, sem klæðir íslenzk Ijóð bezt erlendra mála. Það eru einmitt i-endingarnar í nýnorskunni, sem standa íslenzku næst. Með i-end- ingum á ég t. d. við kvenkynsorð sterkr- ar beygingar í bundnu formi, sem enda á i: bygdi, strandi, soli, í staðinn fyrir bygda, sola, stranda, og á sama hátt hvorugkynsorð sterkrar beygingar í fleirtölu: tréi, ordi, dikti. Þessa má sjá dæmi í tilvitnunum mínum í þýðingar Orglands. En allt má rekja þetta til nafna hans Aasens. I þýðingum þessum er ótal margt, sem ekki er auðið að ná í öðrum mál- um, nema þá helzt færeysku. Um það er ég reyndar tæpast dómbær, en mér er nær að halda, að svo sé. Þær geisla allar af kærleika Orglands til íslenzkrar tungu og íslenzkra bókmennta, enda er ekki unnt að ná svona árangri án þess kærleika. En þýðingarnar sína líka hví- líkt hljóðfæri norskt mál er til ljóða- gerðar, þegar það er knúið af meistara- höndum eins og hans. Eg þakka Ivar Orgland þetta stór- virki. Eg hafði eigi aðeins mikla gleði 403
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.