Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 5
Ádrepur
Tvö tilbrigði við umbótabyggju
Margir fréttaskýrendur hafa nefnt úrslit alþingiskosninganna í júní sigur verka-
lýðsflokkanna. Það er ekki þar með sagt að kosningaúrslitin boði betri tíð fyrir
verkalýðinn, en nafngiftin á rétt á sér út frá öðrum forsendum, sem hér verður
Ieitast við að skýra.
Kratar reiddu hátt til höggs í kosningabaráttunni. Þeir gerðu sér óspart far
um að koma fram sem nýr og siðbætandi flokkur, en jafnframt um að endur-
reisa ímynd sína sem verkalýðsflokkur. Árangurinn varð fylgisaukning sem á
engan sinn líka í stjórnmálasögu eftirstríðsáranna.
„Verkalýðssinnuð" afstaða Alþýðuflokksins er augljóslega takmörkuð við við-
leitni til að bæta kjör alþýðu innan ramma auðskipulagsins. Ýmsir kalla slíka
umbótahyggju svik við hinn sanna málstað verkalýðsins, en ég tel réttara að
líta á hana sem eðlilegt stig í vitundarþróun launafólks. Eitt fyrsta skref í
stéttarbaráttu verkalýðs er að mynda stéttarfélög til að tryggja að kaup nægi
til framfærslu, en gjarnan staðnæmist baráttan á þessu stigi, og er þá talað um
„fagfélagshyggju". Á líkan hátt lærist verkalýð að ríkisvaldið færir honum
ýmsar umbærur með þjónustu í félags- og menntunarmálum, vörnum gegn at-
vinnuleysi og afleiðingum þess o. s. frv. Verkalýðurinn staðreynir slíkar að-
gerðir sem kjarabætur, og það eðli þeirra dylst, að þær miðast við hagsmuni
heildarauðmagnsins þegar allt kemur til alls. Þessum umbóta-þokuhjúp léttir
þó þegar upphleðsluhagsmunir auðmagns krefjast félagslegra aðgerða af hálfu
ríkis, sem hafa augljós kjaraskerðingaráhrif fyrir verkalýð. í hagsmunabaráttu
sinni kemst verkalýður smám saman að raun um takmarkanir stéttarfélaga og
eins hitt, að hinstu rök í félagslegum aðgerðum ríkisvalds eru önnur en um-
bætur í þágu verkalýðs. En þangað til slíkur byltingarsinnaður skilningur kemur
fram, er verkalýðsstéttin flækt í neti umbótahyggjunnar.
Jafnaðarmannaflokkar Vestur-Evrópu hafa verið pólitískir fulltrúar fagfélags-
hyggju og trausts á umbótagetu kapítalísks ríkisvalds. Þeir hafa haft sterkan
meðbyr frá því um stríðslok. Auðmagnið hefur verið í slíkum vexti, að það
hefur getað tryggt batnandi lífskjör og félagslegar umbætur, á meðan upp-
hleðsla þess hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Þar sem jafnaðarmannaflokkar
hafa stjórnað, hafa þeir getað gert skilyrði auðmagnsupphleðslunnar enn hag-
stæðari með því að tryggja „frið á vinnumarkaði".
Umbótastefna jafnaðarmanna bíður náttúrlega skipbrot í núverandi kreppu
227