Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 9
Adrepur MM enn Sennilega er vinstrimönnum fremur ósýnt um að ræða saman. Véfréttarformið er allsráðandi og markmið höfunda, að því er virðist, að kafnegla andstæðinginn svo hann ljúki aldrei sundur munni framar. í fyrsta hefti þessa árs birtir Vésteinn Lúðvíksson „Nokkur orð um páfadóm" og í næsta hefti á eftir svarar Magnús Kjartansson með „Stalín er víst hér“. Ég vona að höfundarnir álíti ekki að þeim hafi mistekist að klára umræðuefnið þótt ég bæti hér nokkrum orðum við. Það er blindur maður sem sér ekki að gera verður sífelldar breytingar á tæki sem ætlar að gera skil og hafa áhrif á þjóðfélagsþróun. Það er eins og með gleraugun: ef ég þurrka ekki af þeim og laga styrkleikann að sjóninni, þá hætta þau að þjóna sem sjónskerpir og breytast í augnhlífar. Spurningin um áframhaldandi tilveru Máls og menningar er spurningin um hæfileika félagsins til að upplifa breytiþróun heimsins, átta sig á henni og innan hennar að berjast fyrir markmiðum sameignarstefnunnar. Að mínu mati skortir mikið á að tekist hafi að þróa MM sem barátmtæki og það er í því efni sem ég álít að gera þurfi grundvallarbreytingar. Hverjar? í annars flottri ádrepu fannst mér Vésteini takast síst upp þegar hann kom með tillögur til úrbóta. Það stafar ekki af því að höfundurinn sé vondur að hugsa, heldur hversu erfitt er að ráða bót á vandanum með skipulagsbreytingum. Auðvitað væri það form best sem gerði hverjum meðlimi ldeift að vera virkur við mótun og framkvæmd stefnu. Hægt er að hugsa sér árlegar kosningar í stjórn og nefndir þar sem allir meðlimir félagsins hafa framboðs og kosningarétt. Hægt er líka (eins og VL bendir á) að hugsa sér grunneiningar fékgsins sem starfs- hópa er ræddu og tækju ákvarðanir um verkefni félagsins. En þá yrðu þessir hópar líka að bera ábyrgð á rekstri félagsins, fjármögnun o. s. frv. Það er út í bláinn ef starfshópum er ætlað að ræða og undirbúa verkefni sem síðan fara boðleið í ruslakörfuna. Þetta þurfum við að skoða og ræða og ég skora á menn að segja sitt álit í næstu Tímaritum eða á öðrum vettvangi. Það er út í hött að leggja alla starfsemi félagsins í bönd af ótta við að CIA, jafnvel Iðunn muni sölsa undir sig félagið. Ef þessi tvö bókaforlög (ég er sjálfur á snærum annars) hafa áhuga á því að efla „þjóðfrelsi og sósíalisma", þá ætti síst að standa á okkur að bjóða þau velkomin. Ef MM aftur á móti ætlar að gerilsneyða sig með einangrun, þá legg ég til að félagið hætti sem baráttu- og bókmenntafélag og gerist leyniþjónusta. Hins vegar verður vandi MM ekki úr sögunni þótt skipulagsbreytingar komi til. Hér er um annað og meira að ræða en rekstrarform MM, hér er spurt um sjálfa driffjöður félagsins. 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.