Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 10
Tímarit Máls og menningar
Ég er sammála Magnúsi Kjartanssyni að driffjöður Rauðra penna og síðar
MM hafi verið sú vakning sem fylgdi í kjölfar fullveldisins. Augljóst að sjálf-
stæðisbaráttan og sá ávöxtur sem hún bar með fullveldinu 1918 hefur hrist
upp í öllu þjóðlífinu og valdið hræringum sem gætti lengi. Við kunnum utan-
bókar söguna um þjóðina sem endurfæddist í eigin landi, sameiginlega sjálf-
stæðishugsjón og „í hverju úngu íslensku brjósti ríkir grunur þess að mikið
sé í vændum“, eins og einn af skárri höfundum okkar orðaði það.
En sjálfstæðisbaráttan, fullveldið og síðar lýðveldisstofnunin var bara litla
tannhjólið í gangverki MM. Kristinn E. Andrésson rekur sjálfur upptök Máls
og menningar í gegnum Rauða penna og Félag byltingarsinnaðra rithöfunda
til starfsemi Sovétvinafélagsins. (Sbr. Enginn er eyland, bls. 42). Hinn „sigrandi
sósíalismi“ Sovétríkjanna og boðun hans á íslandi var stóra tannhjólið í gang-
verki MM.
Ég held að það sé erfitt að fá botn í starfsemi MM án þess að hafa bœði
þessi fyrirbæri í huga og hvernig þau þróuðust. En hvað gerir Magnús? Hann
styttir sér leið gegnum mikilmennakenninguna og segir: „Menn eins og Krist-
inn E. Andrésson fæðast ekki oft hjá smáþjóð eins og íslendingum og því urðu
umskipti á högum Máls og menningar þegar hann lét af forustu ..." (Bls. 117
og 118, leturbreyting mín).
Hér er reyndar komið ágætt sýnishorn af þeirri persónudýrkun sem hefur
verið viðloðandi hreyfingu íslenskra sósíalista: þessi sjálfvirka hnébeygja frammi
fyrir helgimyndum Kristins, Jespers og Jónatans. Ekkert er sjálfsagðara en per-
sónudýrkun í röðum hægrimanna, þeirra rórill er jú „einstaklingurinn“ og upp-
lagt að bæta úr málefnaskorti með dýrkun á föllnum forystumönnum. En
hvernig í ósköpunum getur gagnrýnislaus persónudýrkun samrýmst skoðunar-
máta sameignarmanna? Stundum er eins og verið sé að byrja ritun nýs guð-
spjalls: „Það var þessi hópur (íslenskir framsæknir menntamenn, innskot PG)
sem myndaði jarðveg þess, að snillingurinn og atorkumaðurinn Halldór Laxness
varð einn fremsti höfundur gervallra heimsbókmenntanna . . .“ (Bls. 116).
Er ekki lágmark, að í stað þess að hnjóta um mikilmennin eins og rótar-
hnyðjur í fjöruborði sögunnar, sé reynt að taka með í reikninginn þær hrær-
ingar mannhafsins sem skoluðu þeim á land?
Liggur ekki í augum uppi að umskipti hafa orðið á högum MM vegna þess
að uppspretturnar sem nærðu hana eru þornaðar, eða svo við höldum áfram
með driffjöðrina: hún slitnaði. Jafnvel mikilmenni á borð við KEA hefði ekki
getað trekkt upp ónýtt sigurverk (heimsóknir og símtöl hefðu ekki dugað þar
til, starfshópar ekki heldur).
Það leiðir ekki til neins að kvarta undan því að menn séu ekki nógu „já-
kvæðir" eða panta handa mönnum „eld í hjartað“ og allra síst að kenna Sigfúsi
Daðasyni um að MM er ekki á eins glæstri siglingu og fyrir syndafall. Við
232