Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Qupperneq 11
Adrepur verðum að líta til þeirra þjóðfélagslegu og heimssögulegu fyrirbæra sem knúðu þetta félag og skilja að þau hafa þróast í tímanum og sum hefur tímans tönn táið í sundur. í ljósi þessa myndi ég vilja gera fyrirvara við það sem formaður félagsins, Þorleifur Einarsson, sagði á fertugsafmælinu: „Áttavitinn er stilltur. Við þurfum að halda áfram í þá stefnu sem tekinn var“ (Þjóðviljinn, 17. 6. 77). Ef átt er við að stefnan sé ennþá sameignarstefna og sjálfstæðisbarátta, þá er ég sammála. Ef þetta hins vegar merkir að leiðin til að ná þessum markmið- um sé absolútt rétt, þá er ég ósammála. Ég álít þvert á móti að leiðrétta þurfi stefnuna verulega, við séum komin á grynningar og áframhaldandi sigling x upphaflega stefnu endi uppi á jöklum. En til þess að komast aftur á rúmsjó held ég að við þurfum allt annað en auglýsa eftir nýju mikilmenni. Við þurfum raunverulegan athafna- og umræðugrundvöll sem losar um baráttuhöft vinstri- manna. Ég ímynda mér að næstu Tímarit gætu þjónað sem umræðuvettvangur og ef ég mætti panta umræðuefni þá eru það í fyrsta lagi: Uppgjör við gæsa- lappasósíalisma Sovétríkjanna (og hér dugir hvorki yfirklór eins og ríkiskapí- talismi undir vörumerkinu „íslenskur sósíalismi“ né átrúnaður á Kína). í öðru lagi uppgjör við Fjallkonurómantíkina og goðsöguna um hina „sviknu þjóð“. Þess í stað tekin til umfjöllunar þau brýnu vandamál sem brenna á íslending- um í dag, bæði í starfsmálum og menningar. Pétur Gurtnarsson. Stalínisminn enn Sá dæmalausi Jósep Stalín ætlar seint að hætta að hrella mannkynið. Jafnvel hér á þessu saklausa landi eru enn til menn, aldarfjórðungi eftir dauða hans, sem hrökkva við og aftur þegar nafn hans eitt er nefnt, næstum eins og ein- hver hafi staðið þá að slæmu verki. Þetta hefur gerst þrásinnis að undanförnu, ekki síst eftir að ósvífinn maður féll í þá fásinnu að troða „föður þjóðanna" inní nafn á leikriti sem fjallaði síðan um allt annan föður og engar þjóðir. f umræðunum sem spunnust útfrá þessu tiltæki gerðu sumir Jósep að samnefnara fyrir alla helstu lesti sem kunnir eru úr syndaregistri manna frá því sögur hóf- ust og teygðu þannig stalínisma-hugtakið útfyrir alla merkingu; stalínisti varð ekki aðeins skammaryrði, það varð eitt af þeim merglausustu sem íslenskri tungu hefur áskotnast um dagana. Og þeir sem af ýmsum ástæðum kveinkuðu sér undan þessum ófögnuði tóku oftar en ekki gagnstæðan pól í hæðina og tróðu stalínisma-hugtakinu niður í áður óþekkt þrengslagöng; stalínismi varð þá ekki annað en kenning Stalíns um sósíalisma í einu landi, eða hugsanir og gerðir þessa eina manns, eða gúlag og punktum basta, — umfram allt var útí hött, gott ef ekki hámark forheimskunar, að tala um stalínisma á íslandi. 233-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.