Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 35
Viðtal við Wolf Biermann
kannski að hugsa sitt mál eftir þessar ofurlitlu sönnu sögur af daglegum
störfum á ritstjórn Springer-blaðs.
Wallraff: Flestir þeirra funda sem ég hef haldið um þetta starf mitt
hafa verið á vegum verkalýðssambanda. Og þar voru „Bild“-Iesendur líka
staddir, oft 20% fundarmanna, oft fleiri, mjög venjulegir „Bild“-neytend-
ur sem alltaf grípa aftur til blaðsins af því þeir eru örþreyttir. Ég þekki
þetta sjálfur. Þetta er ekki meðvituð hegðun, heldur vani. Afstaða „Bild“-
lesanda til blaðsins er sú sama og afstaða eimrlyfjasjúklings til eitursins.
Hann veit að það gerir honum illt, að það verður logið að honum, ef til
vill veit hann jafnvel að þegar til lengdar lætur ruglar það hann, en samt
grípur hann alltaf aftur til þess eins og ósjálfrátt. Menn mega ekki gera
sér grein fyrir inntaki þess sem þar er komið á framfæri, það seytlar inn
í undirvitundina.
Biermann: Ég held meira að segja að þessi gagnsæju æsingaskrif „Bild-
Zeitung“ séu sérstaklega háskaleg, því að lesendur verða auðveldlega að
bráð þeirri barnalegu blekkingu að þeir sjái í gegnum allt og þykir þeir
sjálfir vera einkar gáfaðir, en eru samt heimskastir þegar allt kemur til alls.
En þessar raunverulegu uppskriftir úr eiturbraseldhúsinu, sem þú hefur
ljóstrað upp, hjálpa ef til vill mörgum sem halda að þeir geti melt þessar
trakteringar án þess að það skaði þá.
Wallraff: Ég hef fengið mjög margar yfirlýsingar frá vinnustöðum,
undirskrifaðar af verkafólki, trúnaðarmönnum, framleiðslustjórnum, þar
sem hvatt er til að menn hætti að kaupa „Bild-Zeitung“. Bókin er allt
öðru vísi lesin á vinnustöðum en meðal menntamanna þar sem hún hafnar
aðeins uppi í hillu. (Margir bókasafnarar kaupa jafnvel eintak af hverri
útgáfu til að bera saman breytingarnar).1 Meðal verkamanna gengur slík
bók oft mann frá manni, þá er hún í raunverulegri notkun. Og þar með
er Springer aftur kominn fram í sviðsljósið. Hann hafði þó að mestu sest
í helgan stein eftir mótmælaaðgerðirnar gegn honum 1967—8, hann gat
veitt sér þann munað að snúa sér frá heiminum og helga sig dulspeki á
meðan fyrirtækið gekk af sjálfu sér. Umfram allt pólitíska fyrirtækið.
Springer var hafinn yfir allar árásir og aðfinnslur. Stjórnmálamennirnir
lutu í duftið fyrir honum. Schmidt kanslari sagði t. d. að það væri pólitískt
sjálfsmorð að eiga í útistöðum við „Bild-Zeitung“.
Biermann: Var hann að gera að gamni sínu?
Wallraff: Nei, þetta voru ráðleggingar til flokksbræðra hans. A hinn
1 Springer hefur tekist í málaferlunum að saxa talsvert á texta bókarinnar. — Þýð.
253