Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 36
Tímarit Máls og menningar
bóginn hefur „Bild“ líka tekist að efla stjórnmálamenn til áhrifa. Það má
að talsverðu leyti þakka „Bild-Zeitung“ hvað þessi mjög svo hægri sinnaða
ríkisstjórn sósíaldemókrata er orðin vinsæl. Stjórnmálamenn, sem verða
þess varir að þeim er gefið undir fótinn á síðum „Bild-Zeitung“, svara í
sömu mynt og nálgast sjónarmið blaðsins enn meir í yfirlýsingum sínum.
En hver sá sem reynir að koma framfaramálum til leiðar er gerður að við-
undri meðal þjóðarinnar. Eins og Jochen Steffen. „Bild-Zeitung“ gekk frá
honum í eitt skipti fyrir öll í ófrægingarherferð.
Biermann: Eg var ekki fyrr kominn hingað vestur en þeir settu spjótin
í mig. Þegar „Bild“ prentaði lygarnar sem austurþýska öryggisþjónustan
sendi frá sér um óskaplegar eignir mínar í vestrænum gjaldeyri. Þá brást
ég við eins og barn og krafðist leiðréttingar.
Wallraff: Sem reyndar birtist á forsíðu.
Biermann: Já. En það var Pyrrhusarsigur því að skömmu seinna stóð í
„Die Welt“: „Hann hefur þegar unnið sér inn 450.000 mörk.“ Og
rétt á eftir sögðu önnur Springer-blöð: „Biermann orðinn milljóna-
mæringur?" Það sem þannig var breitt út um mig var þakksamlega þegið
til endurprentunar í austurþýskum blöðum, og í yfirheyrslum öryggis-
þjónustunnar var því teflt fram af velþóknun gegn vinum mínum. Um
leið vissi öryggisþjónustufólkið fullvel að þetta var allt aðeins Ijótur leikur,
og þeir skemmtu sér vel yfir því hvernig hægt væri að framfylgja stalín-
ískri pólitík með aðstoð „Bild-Zeitung“. (Sjá Spiegel Nr. 43—47, Jiirgen
Fuchs).
Og þrátt fyrir þetta datt ég afmr í sömu gildruna þegar „Bild-Zeimng“
hringdi í mig fyrir þremur dögum. Það var maður með mjög viðfelldna
rödd, mjög mannlegur. Einmitt eins og þú hefur lýst þeim. Eiginlega vildi
ég alls ekkert við þennan mann tala, en hann sagði: Við höfum fengið
fréttatilkynningu frá Vesmr-Berlín. Er það rétt að þér hafið sagt í „Kenn-
zeichen D“ að Schleyer hafi gengið í skuggalegt fóstbræðralag með ráns-
mönnum sínum? — Og þá læmr maður afmr draga sig á tálar, strax gríp-
ur mann sú barnslega ósk að skýra málið, um leið gleymist að maður
á í höggi við mannorðsmorðingja, útúrsnúningamenn og lygara. Það væri
líka hægt að kalla þetta djúprætta fullvissu þess að menn séu ekki um alla
eilífð ófærir um að læra af reynslunni, eins og Brecht orðar það. Brecht
hefur skrifað dásamlegan texta í „Móðurinni“ um félaga sem er stillt upp
frammi fyrir aftökusveit og hugsar sjálfur um það meðan hann er leiddur
til aftökunnar að jafnvel þeir sem eiga að skjóta hann hér séu sams konar
254