Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 39
Sovétkommúnisminn 10 árum eftir „Vorið í Prag" Blekkingar og fordómar En þrátt fyrir allt eru enn við lýði tvenns konar háskalegar blekkingar um hina sovétkommúnísku Austur-Evrópu meðal vestrænna sósíalista, jafnvel meðal norrænna sósíalista. Mig langar til að afhjúpa þær, — með óhjá- kvæmilegum einföldunum — og hneyksla þá e. t. v. einhvern. I fyrsta lagi hafa margir hverjir tekið að ganga út frá því sem gefnu að Evrópa skiptist í „fátækt, kommúnískt helvíti" og „auðuga, lýðræðis- lega paradís“. Að vísu eru menn gramir vegna ranglætis í Austur-Evrópu, en innst inni raskar það ekki ró þeirra að neinu ráði né vekur áhuga á breytingum handan „járntjaldsins“. Obreytt ástand gerir skuggahliðar „paradísar“ bærilegri, það gerir mönnum kleift að stinga upp í róttækl- inga innan eigin hreyfingar með því að skírskota til úrkynjunar sovét- kommúnismans, og svo fær maður í sífellu staðfestingu þess „hvað við vorum nú snjallir að standa á móti frá upphafi“. En slík afstaða er lítil stoð þeim sem kúgaðir eru í Austur-Evrópu og stuðlar naumast að fram- gangi sósíalísks málstaðar heima fyrir. I hverri kosningarimmu og við hvert róttækt umbótaspor verða jafnvel sósíaldemókratar að gjalda fyrir vammir sovétkommúnismans þrátt fyrir allt. Fjendur sósíalismans vita nefnilega betur: ógæfan fæddist innan vinstri hreyfingarinnar og tilheyrir henni þar með áfram — án tillits til þess hvaða afstöðu menn taka hér og nú. I öðru lagi eru menn vantrúaðir á hvers konar „þróun í lýðræðisátt innan kommúnísks stjórnarfars", þar sem þeir hafa einhvern tíma talið sér trú um að fyrst verði að uppræta kommúnismann og síðan taka upp lýð- ræðislegt stjórnarfar. Þá lifa menn enn í þeirri barnalegu trú að undir hinu „kommúníska yfirborði" megi enn finna bæði gamla þjóðfélagskerfið og forna lýðræðishefð, og þegar alræðisstjórnin líði undir lok einhvern tíma í framtíðinni á óskilgreinanlegan hátt, birtist sú hefð aftur í vel starfandi lýðræðisstjórn að vesturlenskri fyrirmynd. Og það sem á vantaði gætu Austurevrópumenn fljótlega numið á Vesturlöndum! En fæst þessara ríkja hafa nokkurn tíma átt sér lýðræðislega stjórnarhefð sem gæti „komið upp á yfirborðið“. Auk þess hefur hin félagslega umsköpun þegar fyrir löngu rist svo djúpt að þjóðfélagslegar forsendur til afmrhvarfs eru ekki fyrir hendi. „Afmrhvarf" með valdboði mundi enda með skelfingum sem þessar 17 TMM 257
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.