Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 42
Tímarit Mdls og menningar um „nýlendustjórn" eru orðum auknar, en leppríki eru þau í orðsins verstu merkingu. Meðan Sovétmenn voru að byggja upp ríki sitt sem stórveldi létu þeir ónotuð tækifæri til að byggja upp sósíalískt ríkjasamband á jafnréttisgnmdvelli. I staðinn var byggt upp heimsveldi með forráðum eins ríkis og undirokun annarra. Vandamál þeirra ríkja urðu eins konar innanríkisvandamál Sovétríkjanna og þessi skipan var endanlega staðfest með skiptingunni í áhrifasvæði. Eðli þessarar skipanar hefur gert það að verkum að andstaða hinna kúguðu þjóða er ofin saman úr þjóðernishyggju og fjandskap gegn Sovét- ríkjunum. Um leið hefur áfallið eftir innrásina í Tékkóslóvakíu fyrir tíu árum markað djúp og varanleg spor. Oánægja innan hvers ríkis er mikil, en allir gera sér ljóst að ný frelsunartilraun er vonlaus nema einhver breyt- ing bæri á sér innan Sovétríkjanna sjálfra. En jafnvel þótt til þess komi munu slíkar tilraunir einkennast af sterkri þjóðernishyggju sem enginn getur rönd við reist. Vestrænir sósíalistar, sem hafa skömm á þjóðernis- hyggju, verða að skilja hvers vegna hún er svo ríkjandi í Austur-Evrópu. 2. Sú framleiðsluaukningarvíma, sem að hluta var haldið uppi með ógn- unum og aga og hélt kröfum um örari lífskjarabætur í skefjum, er löngu horfin. Frá og með valdatíma Krústsjoffs neyddust sovétkommúnísk stjórn- völd einnig til þess að lofa ákveðnum lífskjarabreytingum og gæta þess að svíkja ekki loforðin. Þá var lýst yfir því að auðugt neysluþjóðfélag væri markmið sósíalismans. Slíkt þjóðfélag er keppikefli fólks af því það hefur aldrei kynnst því. Mörgum vestrænum sósíalistum hnykkir við þegar þeir verða þess áskynja hve mjög Austurevrópumenn þrá að koma á slíku þjóðfélagi, en þá skilja þeir einfaldlega ekki að sá sem svangur er hefur aðrar óskir en sá sem er þegar mettur. Þrátt fyrir sjömílnaskref í átt til iðnvæðingar hefur Austur-Evrópa ekki enn náð stöðu fulliðnvæddra ríkja, og á vissum sviðum ríkir gamla van- þróunin enn. Hagvaxtaraukning er hvorki í samræmi við fyrirheit né vonir manna. Ástæður eru þörf fyrir meiri fjárfestingar, gríðarleg hernaðarút- gjöld risaveldisins, og ekki síst hið máttlausa efnahagskerfi. Efnahagur fólks hefur rýmkað nokkuð, lífsbaráttan er auðveldari en var fyrir 20 ár- um, en frekari þróun í þá átt eru takmörk sett, bæði af gamalgrónum og nýuppkomnum efnahagsvandamálum. „Neytendahugarfarið“, sem gefið hefur verið undir fótinn, rekst nú á óhæfni hins miðstýrða áætlunarbúskap- ar að fullnægja eftirspurninni. 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.