Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 44
Tímarit Máls og menningar lítið um eigið þjóðfélag í heild sinni, því í stað upplýsinga fá þeir aðeins áróður. Vegna ritskoðunar og skoðanakúgunar er útilokað að neins konar stjórnarandstaða nái að myndast með slíkum styrk að hún gæti beinlínis ógnað forræði kommúnistaflokksins. Þeir sem hafa vænst lýðræðisþróunar með því sniði einu að aðrir pólitískir flokkar vaxi upp við hlið kommún- istaflokksins og í samkeppni við hann sem öflugir andstæðingar hljóta að telja ástandið gersamlega vonlaust. En á síðustu tveimur áratugum hafa orðið tvær merkilegar breytingar í Austur-Evrópu, sem gefa vonir um þróun í lýðræðisátt einhvern tíma í framtíðinni þótt ástandið virðist óumbreytanlegt og þrátt fyrir slæm áföll. Umbótakommúnisminn er ekki útdauðnr í fyrsta lagi var þegar á síðasta áratug viðurkennt í sovétkommúnískum ríkjum að umbætur á þjóðfélagskerfinu væru óhjákvæmilegar. Að vísu voru settir ýmsir fyrirvarar, en viðurkennt var það. Ný kommúnísk um- bótastefna kom fram í dagsljósið. I öllum sovétkommúnískum löndum voru ennfremur misgagngerar endurbætur gerðar. Einkum í Tékkóslóvakíu fengu menn fljótlega staðfest að stjórnarhag- ræðingar og tæknilegar umbæmr eru ekki einhlítar, heldur verða breyt- ingar í lýðræðisátt að fylgja með. Sú tékkneska þróun, sem náði hámarki fyrir tíu árum, sýndi líka að umbótasinnuð og lýðræðisleg öfl gátu risið upp og beitt sér jafnvel innan úrkynjaðs kommúnistaflokks af ausmr- evrópskri gerð. En tékkneska tilraunin var eins og kunnugt er brotin á bak afmr með hernaðaríhlumn „bróðurríkjanna" og varð því einangraður viðburður inn- an eins lands. Afleiðingarnar urðu hörmulegar og ekki aðeins fyrir Tékkó- slóvakíu þar sem afmrhvarfið til „eðlilegs ástands“ leiddi til stöðugrar spennu. Til að réttlæta íhlumnina fann sovétstjórnin upp lokleysu um „endurskoðunarstefnu sem greiðir leiðina til gagnbyltingar". Alls staðar innan áhrifasvæðis Sovétríkjanna — Ungverjaland þó að nokkra undan- skilið — vora umbæmrnar stöðvaðar og öll umbótahyggja var talin „end- urskoðunarstefna og hægri tækifærismennska“. Umbótastefna varð bann- orð. Bæði í Ausmr-Evrópu og í útlegð á Vesturlöndum eru nú margir fyrr- verandi umbótasinnar sem draga þann lærdóm af að með þessu hafi kostir 262
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.