Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 50
Tímarit Máls og menningar
Það er frelsið, kæru tilheyrendur. Frelsið er réttur sem ekki fyrnist, enda
tryggður í lögbókum þjóðfélagsins, að maðurinn gemr valið að vild sinni
milli allsnægta og vesældar, milli drottnunar og þrældómsoks, milli kátínu
og kvala, — og ekki nóg með þetta, frelsið gefur einnig kost á heilbrigði
eða veikindum, hvort sem menn kjósa heldur, en það er einmitt talið skipta
svo miklu máli fyrir almenna vellíðan.
Hjá okkur hinumegin hafa allir lagalegan rétt til að veikjast, ef þeir svo
vilja, eða á hinn bóginn, til að læknast. Sé maður á móti tilbreytni er það í
fullkomnu lagi að bylta sér í sóttarsæng sinni til dauðadags og enginn fer
að sletta sér fram í það. Það sem meira er: lögin þvinga engan mann til
þess að hann skuli læknast láta, ef honum er það þvert um geð, né banna
þau honum að spretta á fæmr stálheilbrigðum um lengri eða skemmri tíma,
ef honum býður svo við að horfa.
Svo viðkvæm erum við fyrir því að njóta frelsis á þessu sviði að mörg
okkar kjósa heldur að rotna lifandi á lúsugri sóttarsæng en að láta það á
móti okkur að lifa glöðu, áhyggjulausu fiðrildislífi hins hrausta manns, og
jafnvel í byrjun túnasláttar finna þessir ímyndunarsjúklingar ekki til sam-
viskubits við að líta fífil í varpa eða hundasúru á garðbroti. Oft hef ég
sjálfur orðið vitni að því að slíkir menn lém rétt rifa í augun á vormorgni
þegar sólin skein í heiði, svo fussuðu þeir lítillega og sneru sér aftur til
veggjar.
Eg endurtek, kæm tilheyrendur, að valfrelsið er hjá okkur takmarkalaust.
Jafnvel kornabarnið ákvarðar ógengna lífsbraut sína, umhyggjusamir for-
eldrar þess veita því smðning til að ná áttum. Meðan erfinginn er enn í
skriðbuxum, tekur annað foreldranna hann á handlegg sér árla dags og ber
út á göm. Með nokkrum útlistandi orðum er yngismanninum bent á mjó-
sleginn betlarann á gömhorninu og síðan sýnt upp í gluggann fyrir ofan,
þar sem fjármálaráðherrann styður hendi undir bústna kinn: nú getur
barnið frjálst og að geðþótta valið milli þessara tveggja vinnustaða. Af-
kvæmi ráðherrans þrá ósjaldan að standa í sporum betlarans á horninu, en
reifabörn beiningamannsins sækjast jafn títt eftir því að setjast að púlti
landsföðurins. Ekkert er í vegi hins frjálsa vals. Förumannssonurinn þarf
ekki að segja nema hálft orð og steðjar þá þegar að honum jafn mikill
fjöldi fóstra, uppalenda, kennara og hann hefur rennt niður góðum munn-
bimm um dagana; en hinn eðalborni yngissveinn vappar sig út í rennustein
og sest þar á bera blessun foreldra sinna.
Nú er barnið alveg réttilega kallað dýrasta hnoss mannkynsins og veð
268