Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 53
Erindi um lífið „hinumegin“ valdi stóð til að skemmta óhörðnuðum unglingunum með græskulausri ósannsögli. Stjórnmálamennirnir ljúga að sauðsvörtum almúganum af ein- skærri góðgirni, svo að hann geti í þykkskinnaðri einfeldni sinni hlegið að þeim af hjartans lyst og síðan auðsýnt þakklæti sitt með þeim uppspuna að nú ríki sannkölluð gullöld og gróðatíð. Á þennan undirfurðulega máta nýmr hver síns gamans. Svo að girt sé fyrir misskilning ber mér að taka það skýrt fram, að hjá okkur, í útlandinu, Ijúga vitanlega allir alltaf, en þó ekki í öllum tilvikum með sama sannfæringarkraftinum. Af hverju þetta er svona, kæru tilheyr- endur, geta ekki einu sinni sálkönnuðir okkar fundið neina viðhlítandi skýringu á, en af sjálfri spurningunni má hafa mikla skemmrnn, því að hún veitir færi á margvíslegum, næsta strákslegum getgátum. Það er t. d. athyglisvert að embættismenn ríkis og fylkja ljúga með sams konar öryggi upp á við sem niður á við, en upp á við er ákefðin stærri og niður á við er leiknin meiri. Eg kæri mig ekki um að fjalla sérstaklega um þau óvenjulegu og sannar- lega furðulegu dæmi — sem betur fer er ekki mikið um þau! — þegar menn, augljóslega undir fargi langvinnra geðtruflana, láta almennings- álitið og grundvallaratriði almennrar siðprýði lönd og leið og segja sann- leikann vísvitandi. Rannsóknarstofnanir halda skrá um slík dæmi og fylgj- ast með undantekningunum, en þjóðfélagið lýsir dýpstu fyrirlitningu á við- komandi einstaklingum. Kæru tilheyrendur, í aðdáunarverðum þekkingarþorsta yðar freistist þér ef til vill til að spyrja, hvað veldur hinni hröðu og gleðilegu útbreiðslu sjálfslyginnar. Eg á ekki auðvelt með að gefa hér ótvíræð svör, enda vil ég síst af öllu hafa áhrif að skoðanamómn yðar. En á það vil ég benda, að sjálfslygin er handhægasta meðalið til að róa og fróa, má vera að það valdi vinsældunum. Þetta er kjörin tómstundaiðja þess manns sem ekki vill vera neinum til ama, ekki einu sinni sjálfum sér. Fjarri skarkala heims- ins lokum við okkur inni, veljum viðfangsefni og setjum einbeitni í herð- arnar. Fyrst skrökvum við yfirborðslega, en síðan ljúgum við að sjálfum okkur af æ meiri innlifun. Niðursokkin í sjálfslygina ýfum við hár okkar, glennum upp augun og skínandi fagrir svitadropar perlast fram á ennið. Mörg okkar hafa svo mikla æfingu í þessu að án þess að hafa áður valið efni getum við af bragði logið eins reiprennandi að sjálfum okkur og við gemm gagnvart öðmm. Fræðimenn hafa skrásett óteljandi dæmi um það að dyggðum prýddir heiðursmenn hafi gersamlega undirbúningslaust tekið 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.