Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 57
Nokkur atriði útskýrð
Bróðir, bróðir!
Allt
var hávaði, salt söluvarningsins,
hrúgur af titrandi brauði,
markaðstorgin í hverfi mínu, Argiielles, þar sem stytta stóð
einsog föl blekbytta innanum fiskana:
olían náði til skeiðanna,
djúp slög
fóta og handa fylltu strætin,
metrana, lítrana, skarpt
inntak lífsins,
fiskhlaðana,
þakanna áferð í kaldri sól þegar
veðurhaninn var þreyttur,
óráðskenndar fílabeinskartöflur,
tómatabreiðurnar allt niður að sjó.
Og morgun einn logaði allt
og morgun einn stóðu bálin
út úr jörðinni
gleypandi mannverur,
og síðan eldur
púður síðan þá
og síðan blóð.
Stigamenn með flugvélar og mára
stigamenn með fingurgull og greifynjur,
stigamenn með svartmunka blessandi
fóru um himininn að drepa börn,
og blóð barnanna rann um strætin,
einfaldlega, einsog barnablóð.
275