Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 61
Konan sem fterði okkur skáldið Það tók hana ótrúlega mikinn tíma að æfa sig fyrir þessa upplestra. Raunar grunar mig að hún hafi æft fleiri Ijóð en hún flutti bara til að lesa fyrir sjálfa sig í einrúmi. Til að njóta einhvers af hæfileikum sínum. Helgi hafði gefið mér blátt kjólefni sem mér fannst mig ekki beinlínis neitt vanta. Eg gaf Elísabetu þetta efni. Þá ætlaði hún að fara að lesa upp og átti ekkert að vera í nema einhverjar druslur. Fyrst var hún treg að taka við þessu en sagði svo: — Það er einhvern veginn þannig að mér finnst þú ekki vera að gefa mér þetta eins og þurfalingi. Og ég bað hana að taka það ekki þannig. Hún var afar stolt. Rakel í Blátúni hjálpaði henni, held ég, að sauma kjólinn. Elísabet var alltaf glöð þegar hún kom úr Blátúni með fullt fang af grænmeti og blómum frá þessari dökkeygðu vinkonu sinni ■— konu málarans. Aldrei gieymi ég hvað hún var glæsileg í bláa kjólnum með smaragðs- hringinn — svo ekki sé minnst á upplesturinn. Þá hefði engan ókunnugan grunað að þetta væri kona sem lifði á kjötbeinum frá Klein og ætti eftir að rukka fyrir Vísi. Hún var frekar hálsstutt með mikinn hnakka, andlitið glæsilegt með þessum djúpu, fallegu augum. Þau skiptu litum og urðu eiginlega dökk þegar hún varð áköf, sem oft kom fyrir. Aldrei vildi hún kannast við að vera Gyðingur. Máski varfærnin hafi bara fylgt henni hingað. Eftir að við fluttum heimsótti hún mig stundum. Þegar við bjuggum út á Nesi kom hún einu sinni. Eg átti þá kisu sem var nýbúin að eiga kettlinga. Elísabet lá lengi á gólfinu og lék við kettlingana næstum eins og barn. Svo fór hún að segja mér frá ketti sem hún hafði átt útí Þýskalandi og haft með sér í búðir í körfu. Það var gat á körfulokinu þar sem kattar- hausinn gægðist upp um. Hún hafði dálæti á köttum og einstaka börnum. Sonur minn, tveggja ára, elti hana — og hún hann — í leik margan morg- uninn. Hún var einmitt að kveðja mig því hún var á förum til Þýskalands. Þar átti hún dóttur. Þessi dóttir hennar hafði starfað í neðanjarðarhreyf- ingunni á stríðsárunum og var gift manni sem hún hafði kynnst þá. Hann var áður munkur en gekk úr reglunni til að eiga þessa konu. Ég man að Elísabet sagðist ekki vera meir en svo viss með að þær þekktust mæðgurnar, þegar þær sæjust aftur. — Hvernig fariði að því? spurði ég. 279
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.