Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 81
Guðbergsk siSbót
hreint út sagt siðbœtandi. Með því að afhjúpa goðsagnir þess þjóðfélags,
sem setur einstaklingsframtak og einkagróða í öndvegi, koma fylgikvillar
þessa í ljós. Þeir helstu eru sjúkleg eiginhagsmunasemi á kostnað samvinnu,
siðspilling og hlutgerving manneskjunnar á kostnað náungakærleika, and-
legur ræfildómur í ýmsum myndum.
Þannig sýnir Guðbergur fram á að þessar höfuðandstæður í vitund per-
sónanna eru í rauninni gerviandstæður, eða öllu heldur endurspeglun á
metorðastigakenningu kapítalískrar hugmyndafræði í íslenskri vimnd. Frá
sjónarhóli höfundar má e. t. v. segja að höfuðandstæðurnar séu að vera
manneskja eða afskræmi manneskju, hverrar eiginleikar eru óheiðarleiki,
siðleysi og andlegur ræfildómur í ýmsum myndum. En orskir þessara eigin-
leika liggja einmitt í framangreindum gildum sögupersónanna: einstakl-
ingsframtaki (gjarnan í skjóli Kanans) og poti og braski ýmis konar, með
öðrum orðum í „draugum draums“ (sbr. 2.2.).
A hinn bóginn lætur Guðbergur lesandanum eftir „lausnina", eða að
velta fyrir sér þeim eiginleikum sem helst mega prýða mannlegt samfélag.
Hann virðist því vera á móti að matreiða lausnir ofan í fólk, því væri
málum þannig háttað væri lesandinn áfram í sínu aðalhlutverki í þjóð-
félaginu: neytandi sem getur valið og hafnað. I verkum sínum hefur Guð-
bergur með ýmsu móti afhjúpað hnignun íslensks þjóðlífs í skjóli hersetu
og auðvaldskúgunar, og hann ætlar lesendum sínum það erfiða hlutverk
að skríða út úr sinni „kringlóttu vömb“, sinni lokuðu neytendaskel — og
bregðast við!
Heimildaskrá:
Henri Arvon: Marxist Estbetics, ensk þýðing, New York 1973.
Eysteinn Sigurðsson: Skáldsögur Guðbergs — nýtt raunscei, Samvinnan 1969, 2.
hefti.
Terry Eagleton: Marxism and Literary Criticism, London 1977.
Pierre Guiraud: Semiology, ensk þýðing, London and Boston 1975.
Guðbergur Bergsson: Anna, Helgafell 1969.
„ „ Astir samlyndra hjóna, Helgafell 1967.
,, „ Það rís úr djúpinu, Helgafell 1976.
„ „ Eftirmáli að Lazarus af Tormes, Mál og menning 1972.
Gunnar Benediktsson: Lárviðarskáldið, ritdómur um Ástir samlyndra hjóna, Tíma-
rit Máls og menningar 1968, 1. hefti.
Gunnar Gunnarsson: „lslenzk list er á lágu stigi — þekkingarleysi stendur lista-
mönnum fyrir þrifum", viðtal við Guðberg Bergsson í Vísi, 20. 11. 1970.
299