Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 89
Tveir meiðyrðadómar yfir Þórbergi
14. Bls. 14: .... „Ég var ekki í vafa um, hvað Sigurði var nú í huga
og ríð heim af fjörunni“ ....
Alit dómarans: „Ummæli þessi eru meiðandi og verða þau því ómerkt.“
15. Bls. 14—15: .... „Ljánum var stefnt gegn mér. Þá víkur Sigurð-
ur við hesti sínum og ríður ákaft á eftir mér, en tekur stefnu beint að
Litlahrauni, þegar hann sér, að mig ber undan.
Líður svo dagur fram til kvölds. Þá kemur Sigurður heim að Staðar-
hrauni með ljáinn í hendinni og veifar honum kringum sig. Eg var úti
staddur, þegar hann bar að garði. Hann byrjar undireins að skamma mig,
Heldur á Ijánum í vinstri hendi, strýkur blaðið fram með þeirri hægri
og sveiflar henni til mín í hvert skipti, sem fingurnir strukust fram af egg-
inni, gengur að mér, en ég bregð mér undan. Þessa dælu af skömmum og
ógnunum læmr hann ganga, þar til hann heldur heim frávita af ofsa og
bræði.
Upp frá þessu heimsótti Sigurður mig dag eftir dag, barði utan bæinn
fokreiður og hafði í frammi heitingar. Stundum kom hann snemma á
morgnana, áður en risið var úr rekkju og lét hinum versm lámm. Og
smndum kom hann, þegar ég var ekki heima. Konan var orðin sinnisveik
af hræðslu um líf mitt.“
Alit dómarans: „Stefndur hefur ekki fært lögfulla sönnun að neinum
þeirra ummæla er hér greinir, og þar sem þau eru meiðandi fyrir æm
Markúsar heitins, verða þau ómerkt.“
16. Bls. 16: .... „tók kúgildin með valdi og markaði sér lömbin und-
an þeim. Svona var mér sögð sagan.
Fyrir þessar sakir var Markús tekinn fasmr, en slapp úr varðhaldi á
Akureyri", ....
Alit dómarans: „Lagt hefur verið fram í málinu endurrit úr lögreglu-
þingbók Eyjafjarðarsýslu um réttarhald yfir Markúsi heitnum árið 1881.
Er ekki andmælt, að það endurrit sé rétt, en í því segir m. a. svo: „Markús
segist ekki hafa stolið kindum fyrr en í vor. Þá hafi hann farið frá Hrapp-
stöðum í Kræklingahlíð og fram í Hrafnagilshrepp, til þess að láta bænd-
ur þar borga sér fyrir það, að hreppsnefndin í nefndum hrepp, þegar hann
varð að hætta búskap á Kotá, hafi tekið frá sér 16 kindur upp í hrepp-
skuld sína og þar á meðal 6 byggingarær. Segist hann þá hafa smalað 16
kindum þar fram á fjalli, 15 gemlingum og einum sauð, en hafi hann
ekkert vitað hver átti þessar kindur, því hann hafi ekki þekkt mörkin.
Gemlingana segist Markús síðan hafa rekið út fyrir Hörgá. Þar hafi hann
307