Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 90
Tímarit Máls og menningar
sagt, að hann hafi tekið þá upp í skuldir eða keypt þá í Eyjafirði og hafi
hann látið einn til Baldvins á Hallfríðarstöðum upp í skuld og 1 hafi
hann látið til Sigfúsar í Dagverðartungu, sömuleiðis í skuld, þar eð hann
hafi ekki getað komið marki sínu á suma gemlingana, segist hann hafa
fengið lánað mark Kristjáns bróður síns á 3, og mark Baldvins á Hall-
fríðarstöðum á nokkra.“
Enda þótt ljóst sé, að með hinum átöldu ummælum sé átt við framan-
greindan verknað Markúsar heitins, þá þykir þó verða að ómerkja orðin:
„tók kúgildin ....... sögð sagan“, þar eð ekki er þar að öllu rétt frá
hermt um þetta brot hans.
Að því er varðar orðin: „Fyrir þessa ........ á Akureyri", þá hefur
stefndur sannað, að eftir að Markús heitinn var tekinn fastur fyrir ofan-
greindan verknað, slapp hann úr haldi á Akureyri. Yerða þau ummæli því
ekki ómerkt.“
17. Bls. 16: .... „En löngu áður en þetta gerðist, hafði Markús verið
dæmdur fyrir sauðaþjófnað, og sat hann þá refsingu af sér í Danmörku.“
Alit dómarans: „Leitt er í ljós, að ummæli þessi eru sönn, og verða þau
ekki ómerkt.“
18. Bls. 16: .... „æði þessa manns“ ....
19. Bls. 16: .... „alla vankanta Markúsar Ivarssonar," ....
20. Bls. 17: .... „í hina röndina stjórnlaus af ofsa.“ ....
Alit dómarans á 18.—20. liS: „Ummæli þessi eru meiðandi. Ber að
ómerkja þau.“
21. Bls. 18: .... „og mér úthúðað í þeim öllum, — allt ein freyðandi
lygi.“ ....
22. Bls. 18: .... „skammir um sóknarprestinn.“ ....
Alit dómarans á 21. og 22. lið: „Ummæli þessi lúta að því, hvers efnis
hafi verið beiðnir frá föður stefnenda og fleira fólki um leysing á sóknar-
bandi. Ummæli þessi eru óviðurkvæmileg og ósönnuð og verða því ómerkt.*'
Loks var Þórbergi gert að greiða stefnendum kr. 350.00 í málskostnað,
en þess ber að gæta, að krónan var á þeim árum farin að rýrna allmikið
í verði frá því fyrir stríð, en var þó um það bil 60—70 sinnum verðmætari
en hin fljótandi álkróna í dag.
Næst verður sagt frá málinu nr. 599/1951: Elísabet Þórðardóttir og
Þóra Þórðardóttir gegn Þórbergi Þórðarsyni.
308